Enn einn nýr frá Geely á Evrópumarkað

Zeekr frá Geely mun fara inn á evrópskan markað árið 2023 með 001 EV-rafbilinn

Forstjóri úrvals EV vörumerkisins sagði að opinber tilkynning verði gefin út í lok þessa mánaðar.

Samkvæmt vefsíðunni INSIDEEVs ætlar Zeekr, sem er hágæða rafbílavörumerki Geely Auto  að fara inn á valda evrópska markaði árið 2023, en vænta má opinberrar tilkynningar sem verður gefin út í lok þessa mánaðar.

Zeekr er eitt af nokkrum vörumerkjum sem stjórnað er af Geely Holding og Geely Auto, þar á meðal Volvo Cars, Polestar, Lotus, Lynk&Co, Geometry, Proton, LEVC og fleiri. Geely ræður einnig yfir 50 prósentum í Smart og er minnihlutaeigandi í Aston Martin og Mercedes-Benz.

An Conghui, forstjóri Zeekr, sem einnig er forseti Geely Holding og stjórnarformaður Geely Auto, staðfesti áætlanirnar við kynningu á nýjum Zeekr 009 rafknúnum „minivan“ í síðustu viku.

image

Zeekr 009 – nýr „minivan“

Gera Zeekr að alþjóðlegu vörumerki

Geely ætlar að gera Zeekr að alþjóðlegu vörumerki og Evrópa verður fyrsta skrefið í þá átt. An sagði að rafbíla-vörumerkið muni gera áætlanir sínar opinberar og tilkynna frekari upplýsingar um stefnu sína í Evrópu í lok nóvember. Framkvæmdastjórinn staðfesti að Zeekr muni hefja sölu á 001 „liftback“ á völdum mörkuðum í Evrópu á næsta ári.

image

Zeekr 001 rafbíllinn er væntanlegur á Evrópumarkað á næsta ári

Zeekr hefur ekki gefið upp hvaða evrópska markaði það ætlar að fara inn á eða hvort það íhugar að bjóða upp á hægri stýrisútgáfur af gerðum sínum fyrir Bretlandsmarkað og aðra markaði fyrir stýrið hægra megin í Evrópu.

image

Zeekr 009 selst vel í Kína

Zeekr kom á markað árið 2021 og var með eina gerð til sölu áður en 009 smábíllinn kom á markað — 001 „liftbakinn“.

(frétt á vef INSIDEEVs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is