Scout frá Volkswagen

Scout vörumerki Volkswagen sýnir mynd af framenda á fyrsta alrafmagnaða jeppanum frá VW

Myndin sýnir hugmyndajeppa frá Scout sem áætlað er að verði í framleiðslu árið 2026

Við höfum áður fjallað um þá staðreynd að gamla góða vörumerkið Scout er núna í eigu Volkswagen, sem hefur á prjónunum að koma með Scout aftur inn á bandaríska bílamarkaðinn.

Scout er nýtt bandarískt vörumerki frá Volkswagen og mun einbeita sér fyrst og fremst að rafknúnum torfærubílum og pallbílum.

Við höfum séð skissur af væntanlegum gerðum en nú hefur fyrirtækið gefið út opinbera kynningu á fyrsta hugmyndabílnum sínum.

image

Myndin sýnir framendann á alrafmagns jeppanum og, rétt eins og fyrri hönnunarskissuna, getum við séð kassalaga útlínur með ferhyrndri vélarhlíf, stórum torfærudekkjum og mikilli veghæð

Kynningin er sýnd á nýrri vefsíðu Scout þar sem, sérstaklega, nafnið „Volkswagen“ er algjörlega fjarverandi.

image

Þessar myndir hafa birst áður af ætluðu útliti nýju bílanna undir merki Scout

Hvað er Scout?

Scout nafnið var á röð torfærubíla sem smíðaðir voru af bandaríska fyrirtækinu International Harvester, sem nú er hætt, til ársins 1980. Nýju rafknúnu módelin sem bera merkið eiga að koma á markað í Bandaríkjunum í upphafi, þó að framboð á öðrum mörkuðum sé ekki ómögulegt. Volkswagen fékk nafnarétt á Scout vörumerkinu á síðasta ári.

Hannaðir fyrir markað í Bandaríkjunum

Scout línan verður eingöngu hönnuð fyrir bandaríska markaðinn, þar sem pallbíllinn gæti hugsanlega byrjað á verði sem er um 40.000 Bandaríkjadollara, sem er lægra en hjá keppinautum eins og Ford F-150 Lightning og Chevrolet Silverado EV.

Frumgerðir kynntar á næsta ári – á markað 2026

Volkswagen segir að frumgerðir verði kynntar á næsta ári, en fyrstu framleiðslutilbúnu Scout farartækin munu koma árið 2026. Það verður líka 100 milljón dollara fjárfesting til að koma nýja vörumerkinu á framfæri. Áformin eru hluti af víðtækara markmiði Volkswagen að tvöfalda markaðshlutdeild rafbíla í Bandaríkjunum og verða söluhæsti rafbílaframleiðandi heims fyrir árið 2025.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is