Uppfærsla á Volkswagen ID.3 á markað árið 2023

Hinn rafknúni ID.3 mun fá nýja innri tækni og endurhönnun á útliti

Fyrsta gerðin í vöruúrvali Volkswagen af rafknúnum ID-bílum, ID.3, kom á markað árið 2019.

image

Hið ytra sýnir nú þegar nýja hönnun á framstuðara með aeira áberandi hliðarloftinntökum ásamt breyttri framljósahönnun og breyttri vélarhlíf.

image

Heildarhönnun ID.3 mun ekki breytast mikið, en við gætum séð nýjar álfelgur og það er nýr afturstuðari fyrir neðan sett af lítillega breyttum afturljósum.

Volkswagen segir að nýi ID.3 sé „útbúinn með nýjustu hugbúnaðarkynslóðinni, sem bætir afköst kerfisins og getur tekið á móti uppfærslum í loftinu“.

Ekki er ljóst hvort nýi bíllinn muni bjóða upp á betri drægni og afköst, þó að endurskoðuð ytri hönnun ætti að hafa áhrif á skilvirkni á einhvern hátt.

Innréttingin á ID.3 verður endurunnin fyrir árið 2023. „Nýi ID.3 sýnir skuldbindingu okkar til gæða, hönnunar og sjálfbærni."

image

10 tommu miðlægum upplýsinga- og afþreyingarsnertiskjár núverandi bíls verður skipt út fyrir 12 tommu skjá með nýju stjórnkerfi.

VW segir að nýjasta upplýsinga- og afþreyingartæknin sé þægilegri og einfaldari fyrir notendur.

Eiginleikar eins og Travel Assist og Park Assist Plus verða aðgengilegir sem aukahlutir og af kynningarmyndum að dæma má búast við nýjum skjá sem varpar upplýsingum á framrúðuna í sjónlínu ökumanns.

Miðjustokkurinn verður einnig endurhannaður og með tveimur bollahöldurum.

image

Volkswagen framleiðir ID.3 í verksmiðjum sínum í Zwickau og Dresden í Þýskalandi, en með uppfærðri gerð mun VW stækka verksmiðju sína í Wolfsburg til að mæta eftirspurn.

(Auto Express og motor1 – myndir frá Volkswagen)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is