Smart #3 sést á mynd

Myndum af nýrri gerð Smart frá Kína hefur verið lekið. En bíllinn fær ekki gerðarheiti sem búist var við.

Smart kaus að kalla sína fyrstu gerð sem smíðuð var í „undir nýrri stjórn“ #1, og þá hefði verið rökrétt að sú næsta héti #2?

„Nýi“ Smart er samstarfsverkefni Mercedes og Geely sem á Volvo og mun samanstanda af röð rafbíla sem smíðaðir eru í Kína á SEA grunni Geely.

Grunnurinn er einnig undir Smart #1 sem og gerðir eins og Volvo EX90, Polestar 3, Lotus Eletre og fjölda kínverskra gerða sem við höfum ekki enn séð í Evrópu.

Tíminn þegar Smart var samheiti við „litla bíla“ er örugglega liðinn.

Stærðarmælingar á #3 eru 440 sentimetrar á lengd, 184 á breidd og 156 cm á hæð og byggður á 278,5 cm hjólhafi.

image

Smart #1.

Smart #3 er væntanlegur á markað árið 2024.

(frétt á vef BilNorge)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is