Aka eins og það sé árið 1885

Hvernig það er að halda um stýrisstöngina á fyrsta bílnum, Benz Patent-Motorwagen

En það var engin AMG útgáfa frá Benz til þá

Fyrstu bílarnir voru allmikið frábrugðnir því sem við þekkjum í dag, en Ronan Glon birti á Autoblog skemmtilega frásögn af því þegar hann fékk tækifæri til að fara i „reynsluakstur“ á því sem margir kalla „fyrsta bílinn“ - Benz Patent-Motorwagen. Við skulum skoða það nánar:

image

Þann 5. ágúst 1888 ók hin 39 ára gamla Bertha Benz frá Mannheim til Pforzheim ásamt sonum sínum Richard og Eugen, þrettán og fimmtán ára í sömu röð, á Model III, án þess að segja eiginmanni sínum það og án leyfis yfirvalda, og varð þannig fyrsti maðurinn til að keyra bifreið verulega vegalengd. Fyrir þessa sögulegu ferð voru ferðir vélknúninna ökutækja aðeins mjög stuttar tilraunir, sem snéru aftur til upphafsstaðarins, með aðstoð vélvirkja. Þessi brautryðjendaferð var farin eftir hestvagnaslóðum um 106 km aðra leið.

image

Carl Benz smíðaði Patent-Motorwagen árið 1885 og fékk einkaleyfi fyrir uppfinningu sína, sem hann lýsti sem „ökutæki með bensínvél í notkun“, þann 29. janúar árið eftir.

Nú er komið að mér að fara með Patent-Motorwagen í ökuferð rúmlega 130 árum síðar á Mercedes-Benz tilraunabrautinni í Immendingen í Þýskalandi.

image

Snjallt en einfalt

Eitt atriði sem vert er að útskýra er að þetta er ekki fyrsti bíllinn. Þetta er ein af eftirlíkingunum sem Mercedes-Benz smíðaði árið 2000, svo það er til nákvæm eftirgerð af upprunalega bílnum. Hann fer í gang, fer áfram og bremsar alveg eins og hver hannar bíll, og mér er sagt að stærðin og vélræna uppsetningin séu eins.

image

Við fyrstu sýn var ekki mikið að gerast í hönnunardeildinni (að því leyti að það var bókstaflega engin til þá). Frá öllum sjónarhornum líkist Patent-Motorwagen gömlum bíl, sem fullkomlega felur í sér hugmyndafræðina „form fylgir virkni“. Og samt er það heillandi hlutur að horfa á.

image

Það er ekki mikið um innréttingu heldur. Áður en þú sest í (á?) Patent-Motorwagen, hvað þá að taka hann í ökuferð, er áhugavert að taka eftir því hversu lítið hann deilir með almennt viðurkenndri skilgreiningu á nútímabíl.

Ef það rignir ertu blautur. Ef þú hefur ferðatösku til að taka með þér, þá er eiginlega enginn staður til að geyma hana.

Ef þú vilt vita hversu hratt þú ert að fara skaltu giska á. Slakaðu á: Það er ekki eins og það hafi verið hraðatakmarkanir í þá daga.

image

Jafnvel þótt hraðatakmörkunum væri framfylgt, er hraðakstur minnstu áhyggjur þínar í Patent-Motorwagen. Aflið kemur frá eins strokks, 1,0 lítra vél sem skilar um 0,75 hestöflum við um 400 snúninga á mínútu og gefur hámarkshraða sem er um það bil 16 km/klst.

Vélin er fest lárétt yfir afturöxulinn og snýr afturhjólunum með mismunadrifi, leðurreim og röð af málmkeðjum.

Hann gengur fyrir eldsneyti sem byggir á jarðolíu í stað bensíns og er með opnu kælikerfi án vatnsdælu, opnu sveifarhúsi og stóru svinghjóli.

Hvar á að byrja?

Það er næstum ómögulegt að gangsetja Patent-Motorwagen ef þú hefur ekki séð það gert áður; þú myndir ekki vita hvar þú ættir að byrja.

Mundu að 1,0 lítra vélin er með opið sveifarhús, sem þýðir að sveifarásinn hangir út úr neðri endanum og það verður að smyrja hann handvirkt.

image

Með þetta í huga er fyrsta skrefið að tryggja að nokkrir punktar (þar á meðal sveifarás og tengistangalegur) séu rétt smurðir.

Vélin lifnar við með chuff-chuff-chuff sem verður smám saman hraðari.

Þú ert ekki búinn enn: Lokaskrefið er að stilla loft-eldsneytisblönduna þannig að stóri stimpillinn fari í fallegan, jafnan lausagang.

image

Það er frekar sérstakt að sitja í sæti sem er eins og flott húsgögn á veröndinni eða pallinum, með Patent-Motorwagen sem hristist eins og þvottavél sem er í ójafnvægi undir þér, þar til þú áttar þig á því að barn gæti keyrt þetta frumstæða þriggja hjóla faratæki. Fyrir utan stýrisstöngina, sem er furðu létt þegar bíllinn er kominn á hreyfingu, er eina stjórnin handfang sem stendur út úr vinstri hliðinni.

Með hámarkshraða á pari við hágæða hjólasláttuvél eru líkurnar á að lenda í vandræðum nánast engar.

Hemlun er í besta falli svona á að giska, það þarf nokkrar tilraunir til að læra viðbrögð handfangsins, en beygja er önnur saga.

image

Framtíð fortíðarinnar

Eins frumstæður og hann lítur út, hljómar og líður, þá var Patent-Motorwagen frá Carl Benz framtíð bílaframleiðslu á níunda áratug nítjánudu aldar (á árunum eftir 1880) og ekki er hægt að ofmeta mikilvægi hans.

image

Gerði fólkið sér grein fyrir því að sjá Berthu Benz ferðast um í Patent-Motorwagen á sögulegu mikilvægi þess sem þeir urðu vitni að? Ég efa það. Það er eitthvað sem þarf að hafa í huga þegar við förum dýpra inn í næstu áratugi þessarar aldar.

Patent-Motorwagen frá Benz minnir okkur á að allt sem þarf er eina snjalla, vel tímasetta uppfinningu til að móta framtíðina.

(Grein eftir Ronan Glon á vef Autoblog)

Þegar Bertha Benz fór í fyrstu ökuferðina

Reynsluakstur 137 árum seinna

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is