Camaro 1968 í happdrætti SÍBS

„Ertu ekki að grínast?”, gæti alveg verið fyrsta setningin hjá sumum sem byrja að lesa núna.

image
image
image

Átti að keppa við Mustang

Áður en Camaro fór í framleiðslu um miðjan sjöunda áratuginn hafði Ford Mustang yfirburðastöðu á ameríska sportbílamarkaðinum. Sem einn helsti keppinautur Ford, vissu GM menn að Chevy Corvair bíllinn þeirra myndi ekki seljast nógu vel til að eiga roð í Mustanginn.

Þessi vandamál urðu til þess að Chevrolet leitaði að öðrum valkostum.

image

Til að keppa við Ford Mustang hannaði Chevrolet sportbíl með vél fram í og afturdrifi, rétt eins og hönnun svipaðra amerískra sportbíla á markaðnum.

image
image
image

Furðulegir kanar

Þetta franska slangurorð vísaði til félaga, vinar eða kunningja. Þótt það væri ekki opinbert franskt orð, fíluðu greinilega Lund og Rollet það og sáu það sem hið fullkomna nafn fyrir bíl sem þeir vildu að eigandinn liti á sem vin.

image
image
image

Með hönnunina og nafnið neglt niður, frumsýndi Chevrolet bílinn haustið 1966 og bauð kaupendum hann sem 1967 árgerð.

Árgerð 1968

Reyndar eru myndirnar af bílnum í þessari grein af Resto Mod bíl frá árinu 1968 sem hefur verið gerður ansi vel upp.

image
image
image

Það eru þó nokkrir Camaro á svipuðum aldri hér á landi – allavega tveir ansi flottir árgerð 1968 og svo nokkrir líka ansi skemmtilegir frá áttunda áratugnum.

Baer 4-wheel power diskabremsur. Endurbætt framjöðrun. Fjögurra arma afturfjöðrun með stillanlegum dempurum.

image
image

Orginal blátt vinyl á sætum. Nýtísku hljómtæki. Bíllinn er málaður með LeMans blárri og hvítum Super Sport strípum.

image
image
image
image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is