Q8 er nú flaggskip Audi

Nýr Audi Q8 e-tron rafsportjeppi er nú búinn að fá titilinn, flaggskip vörumerkisins

Og hefur fengið Q8 nafnið sem hluta af endurnýjun á miðjum framboðsskeiði

Þróun bætir tegundina, og það er einmitt það sem Audi er að gera með e-tron rafdrifna sportjeppanum sínum, sem gefur bílnum meiriháttar tækniuppfærslur, minni háttar útlitsbreytingum og alveg nýju nafni, sem hluti af endurnýjun.

Þetta táknar aukningu um meira en 128 km miðað við e-tron S forvera hans.

Meiri skilvirkni hefur verið náð með því að hámarka þróun á rafhlöðusellum, segir Audi, ásamt fullkomnari orkustjórnunarhugbúnaði og pökkun á sellunum, auk lagfæringa á mótornum að aftan.

image

Audi Q8 e-tron - aftan.

Aflið er nú 335 hö og 664Nm tog í 50 gerðum og með 0-100 km/klst-tíma upp á 6,0 sekúndur. 55 gerðin býður upp á sama tog, en aflið eykst í 402 hö, og lækkar 0-100 km/klst-tímann í 5,6 sekúndur.

Aukin rafhlöðugeta og hleðsluafköst

Stjórnarmaður Audi fyrir tækniþróun, Oliver Hoffmann, sagði: „Okkur tókst að auka rafhlöðugetu og hleðsluafköst.

Þetta gerði okkur kleift að ná ákjósanlegu jafnvægi milli orkuþéttleika og hleðslugetu.

Við bættum líka mótora og kraftmikla eiginleika sem eru dæmigerðir fyrir Audi í öllum útgáfum af Q8 e-tron.“

image

Audi Q8 e-tron - mælaborð.

Fyrir Q8 e-tron hafa hönnuðir Audi breytt hönnun á framenda til að endurskilgreina útlit hans sem hluta af e-tron rafsviði vörumerkisins.

Audi segir að loftaflsfræði hafi átt stóran þátt í útliti nýja bílsins, þar sem viðnámsstuðull jeppans hafi lækkað úr 0,26 í 0,24 Cd og Sportback hafi batnað úr 0,28 í 0,27.

Farþegarýmið hefur ekki verið fært of langt frá gerðinni sem bíllinn leysir af hólmi. Farangursrými er 569 lítrar fyrir jeppann og 528 lítrar fyrir Sportback, en báðir bílarnir eru með 62 lítra geymslupláss að framan.

Það er líka nýtt 2D fjögurra hringa Audi merki á grillinu, en letrið og Audi merkið á B-bitunum eru nýjung.

Q8 e-tron uppfærslurnar eru hluti af endurnýjun Audi úrvalsins. Næsti A4 fólksbíll mun fá nafnið A5, en A6 gerðin verður A7 þar sem A6 e-tron rafknúinn fólksbíll fær sinn stað í línunni.

(grein á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is