Toyota að bæta við litlum jeppa á Evrópumarkað

-frumsýndur í Genf í mars

Toyota mun koma inn á ört vaxandi markað fyrir minni sportjeppa með nýja gerð byggða á sama grunni og Yaris smábíllinn, að því er fram kemur í frétt frá Toyota.

Þessi ónefndi jeppi verður smíðaur við hlið Yaris í verksmiðju Toyota í Valenciennes í Norður-Frakklandi. Báðar gerðirnar nota GA-B smábílagrunn frá Toyota, sem er afbrigði af alþjóðlegum TNGA-grunni fyrirtækisins.

Tilkynnt var um bílinn á viðburði sem haldinn var í Amsterdam í Hollandi á miðvikudag þar sem fyrirtækið gaf einnig upplýsingar um nýja RAV4 tengitvinnbílinn sinn, sem og nýja Kinto vörumerkið.

image

Toyota sendi frá sér þessa teikningu af þessum væntanlegum litla sportjeppa.

Verður kynntur í mars í Genf

Jeppinn verður opinberaður á bílasýningu í Genf í mars á undan sölu sem hefst á vormánuðum á næsta ári.

Reiknað er með þessi gerð muni verða með sömu þriggja strokka tvinnbílsuppsetningu og nýi Yaris smábíllinn, sem fer í sölu í júní á þessu ári.

Yaris mun eingöngu koma sem blendingur, sem notar litíumjónarafhlöðu í stað nikkelmálmhýdríðspakkans sem notaður er í fráfarandi gerð. Toyota fullyrðir að 20 prósent bæting verði á CO2, sem myndi leiða til þess að CO2 gildi Yaris verði í um það bil 67 grömm á km eins og það er mælt með NEDC-kerfisinu.

Við reiknum með að þetta verði mjög vel heppnaður bíll. Sumir bílar sem þú horfir á hönnunina og hann lítur bara vel út. Þetta er þannig bíll“, sagði heimildarmaður Toyota.

Toyota hefur farið í þrjár vaktir á Valenciennes-verksmiðjunni til undirbúnings kynningu á nýja jeppanum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að framleiða nærri 300.000 bíla afkastagetu verksmiðjunnar.

Búist var við að evrópskur markaður fyrir litla jeppa myndi fara yfir tvær milljónir ökutækja á síðasta ári, byggt á gögnum um hluti fyrri hluta ársins 2019, en þá nam salan 1,1 milljón samkvæmt upplýsingum frá JATO Dynamics.

Toyota er einn síðasti bílaframleiðandinn sem kemur inn á þennan markað, sem hefur vaxið í að vera sá þriðji stærsti Evrópu og stærst sportjeppaflokkurinn síðan hann var fyrst vinsæll með Nissan Juke 2010.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is