BYD kemur með jeppa svipaðan Land Rover Defender

Gert er ráð fyrir að þessi keppinautur Defender frá BYD fari í sölu á heimsvísu árið 2024. Aflið er sagt vera 671 hestafl

Kínverski bílaframleiðandinn BYD mun setja á markað Land Rover Defender valkost á lágu verði á næsta ári.

image

Samkvæmt breska AutoCar mun SF vera með tengitvinndrifrás með drægni sem er meira en 1200 km.

image

SF mun kosta á milli 400.000 yen og 600.000 yen (8 til 12,1 milljón ISK) í Kína eftir útfærslu. Ekki slæmt, miðað við hversu mikið afl er í boði.

image

BYD lofar að SF verði seldur á heimsvísu.

BYD-bílar kynntir á Íslandi í næsta mánuði

Bílaframleiðandinn BYD er að byggja upp viðveru sína í Evrópu og hóf formlega sölu á bílum í Bretlandi fyrr á þessu ári, og mun sækja fram á markaði nokkrum Evrópulöndum á næstunni, þar á meðal Noregi og Íslandi, en Vatt mun byrja að kynna þessa nýju bíla frá BYD á Íslandi í apríl.

image

Vatt á Íslandi mun byrja á að kynna Atto 3, sem er lítill, rafknúinn sportjeppi í gæðaflokki.

BYD sýnir líka nýja sportjeppa og ofurbíl í nýrri lúxus rafbílalínu

image

U9 ofurbíll BYD og U8 lúxusjepplingur eru hluti af nýrri línu sem veitir ríkum neytendum. (Mynd frá netkynningu BYD)

GUANGZHOU – en það er meira að gerast hjá kínverska rafbílaframleiðandanum BYD, þar á bæ afhjúpuðu menn á dögunum nýtt lúxusbílamerki, Yangwang, sem sýnir öflugan sportjeppa og ofurbíl sem fyrirtækið vonast til að muni laða að ríka neytendur.

Við munum veita viðskiptavinum okkar hæsta stigi öryggis, frammistöðu og reynslu," sagði Wang Chuanfu stjórnarformaður BYD á viðburðinum.

U8 er með tækni sem getur stjórnað hverju hjólanna fjögurra fyrir sig með sjálfstæðum mótorum til að auka stöðugleika og öryggi.

(fréttir á vef INSIDEEVs, DRIVE og Nikkei Asia)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is