Aftur til framtíðar - Porsche

Það var augljóst að eitthvað varð að gerast. Árið 1948 kom fyrsti bíll Porsche - gerð 356 – fram á sjónarsviðið. Fyrir 75 árum síðan.

image

Meðvindur

Nýi bíllinn heitir auðvitað Vision 357 sem segir kannski til um hvað hann snýst í raun og veru.

image

„Og Porsche hefur verið að sigla í meðbyr“, segir Jon Winding-Sørensen.

image

Og þar á bæ hafa menn litið til baka og og rifjað upp hvað gerðist fyrir 75 árum.

Nútíma klassík

Ekki láta blekkjast, þetta er ekki 356 klón. En margt af því gamla er enn til staðar. Hlutföllin og stýrishús er mjög tengt gamla tímanum, langt og lágt að framan og hallandi að aftan sem stoppar þó fyrr en búist var við.

„Á hinn bóginn höfum við reynt að ímynda okkur bíl sem Ferry Porsche - en hann var mjög virkur á tímum 356 - myndi smíða núna“.

„Og auðvitað skoðuðum við bíl sem myndi aðeins notar rafmagn, en öllum fannst brunavélin flottust“, bætir hann við.

image

Byggður á Porsche 718

Ef yfirbyggingunni er flett af finnurðu þar Porsche 718 Cayman GT4.

image

Og hér er til samanburðar mynd af Porsche 356 frá árinu 1948.

(frétt á vef BilNorge - myndir frá Porsche)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is