Þetta sáum við ekki fyrir: Geely frá Póllandi

Kannski gæti þetta verið næsti MG. Einfaldur, venjulegur rafbíll sem smeygir sér inn á markaðinn,  og hefur allt í einu selt 2.500 bíla einfaldlega vegna þess að þeir eru fáanlegir, flottir og ódýrir. Skoðum Izera frá Póllandi.

Zhejiang Geely Holding Group Co., Ltd (ZGH), almennt þekkt sem Geely, og við þekkjum aðallega fyrir að vera móðurfyrirtæki Volvo og Polestar.

Margar tegundir undir sama hatti

Fyrirtækið framleiðir og selur bíla undir eigin vörumerkjum - eins og Geely Auto, Geometry, Maple og Zeekr - og undir erlendum dótturfyrirtækjum - eins og Volvo Cars, Polestar, Lynk & Co, Proton og Lotus - auk atvinnubíla eingöngu undir vörumerkjum London EV Company, Ouling Auto og Farizon Auto.

image

En aftur að Izera

Jon Winding-Sørensen hjá vefnum BilNorge, var að skrifa um þennan nýja rafbíl undir hatti Geely sem verður framleiddur í Póllandi.

Margir möguleikar

Geely á svo margar hugmyndir sem liggja í hinum og þessum skúffum að það var ekkert mál að finna grunn sem væri hægt að nota á þennan nýja bíl.

image

SEA-grunnurinn er mjög fjölhæfur. Hægt er að nota hann frá smábílum upp í lúxusbíla með hjólhaf á bilinu 2,7 til rúmlega þriggja metra, það er sérútgáfa SEA-S fyrir sportbíla og ein, SEA-C, fyrir sendibíla og litla vörubíla allt að 5,5 tonn.

Bara samstarfsamningur

Þetta er hreinn leyfis-/samstarfssamningur. Ekkert er talað um að Izera verði hluti af Geely veldinu.

Hreinn ávinningur

Fyrir Geely hlýtur það að vera áhugavert að fara inn á mið-evrópskan markað sem þeir, eða aðrir Kínverjar, hafa lítið sést.

image

Þrjár fjórðu milljón fólksbíla voru framleiddir í Póllandi árið 2010, en í dag er hún um 100.000 bílar, þó framleiðsla sendibíla sé reyndar að aukast. Áður en langt um líður mun verksmiðjan í Jawor einnig hefja smíði sendibíla á VAN-EA grunni Mercedes-Benz.

Þrjár mismunandi gerðir

Og það á ekki bara  að horfa á eina gerð. Þrjár mismunandi yfirbyggingar hafa þegar verið staðfestar – sportjeppi, hlaðbakur og stationbíll – allir í svokölluðum C-stærðarhluta markaðarins í Evrópu.

(frétt á vef BilNorge).

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is