ID.3 – nýi rafbíllinn frá Volkswagen kemur til landsins í september

    • Reynsluakstursbíll væntanlegur í ágúst

Það má örugglega halda því fram með réttu að fáir bílar hafa vakið jafn mikla athygli fyrir fram, jafnvel áður en formleg frumsýning átti sér stað, eins og rafbíllinn ID3 frá Volkswagen gerði.

Fyrsta hugmyndin að rafbílnum var sýnd sem hugmynd á bílasýningunni í París 2016.

ID-línan frá VW er alveg ný hugsun í flokki rafbíla frá Volkswagen, smíðaður á nýjum MEB-grunni VW, og alls má vænta fimm mismunandi gerða sem smíðaðar verða á þessum grunni, ef marka má fréttir.

Bjallan og Golf mótuðu sögu Volkswagen. Nú er komið að ID.3 að hefja nýjan kafla – tímabil vistvæns ferðamáta.

image

ID.3 í verksmiðjunni í Zwickau í Þýskalandi.

Kemur til landsins í september

Til að leita frétta af því hvenær nákvæmlega þessi nýi rafbíll myndi koma hingað til lands þá leitaði Bílablogg til Jóhanns Inga Magnússonar vörumerkjastjóra Volkswagen hjá Heklu.

„Við eigum von á fyrstu bílunum í september til landsins og nú þegar hafa margir skráð sig fyrir fyrstu bílunum og greitt innáborgun sem tryggir þeim að vera með í þessari fyrstu afgreiðslu“, segir Jóhann Ingi.

„Þann 18. júní opnuðum við fyrir endanlega pöntun á ID.3 1st, sem tryggir viðskiptavinum bíl úr fyrstu sendingu með veglegum aukahlutum.

image

Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri Volkswagen hjá Heklu.

Ný Táknmynd Volkswagen

„ID.3 er ný táknmynd Volkswagen og markar nýtt tímabil í vistvænum ferðamátum. Við erum þess fullviss að ein af þremur útgáfum ID.3 1st verður frábær kostur fyrir kaupandann en 1st útgáfurnar eru ríkulega búnar bæði tækni og þægindum.

Þeir sem tryggðu sér bíl með því greiða staðfestingargjald ganga fyrir að velja sér lit og útfærslu. En því má bæta við, að við eigum lausa bíla og þar gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Allt að 420 km á einni hleðslu

Nýr ID.3 1 endurspeglar óskir viðskiptavina, ekur allt að 420 km á einni hleðslu, og setur ný viðmið í gæðum og þægindum.

Allir bílarnir af ID.3 1ST gerð koma með afluppfærslu sem skilar u.þ.b. 2 sekúnda sneggri hröðun 0-100 km/klst, sem þýðir að hröðun þeirra er að meðaltali 7,3 sekúndur frá 0-100 km/klst.

Takmörkuð virkni verður í byrjun á sjónlínuskjá „Augmented Reality Display“ en uppfærsla sem bætir úr þessu kemur í byrjun næsta árs.

Þrjá mismunandi útfærslur

VW ID.3 er fáanlegur í þremur mismunandi útfærslum: ID.3 1st Basic, ID.3 1st PLUS og ID.3 1st Max

Í skilaboðum frá Heklu til væntanlegra kaupenda ID.3 segir: „Við gerum ráð fyrir því að þú sért jafn óþreyjufull/ur að fá bílinn í hendurnar og við. Því bjóðum við þér að staðfesta kaup á ID.3 1st og vera með þeim fyrstu í Evrópu til að fá bílinn afhentan.

ID.3 1st er framleiddur í takmörkuðu upplagi í ID verksmiðjunni í Zwickau í Þýskalandi. Áætlað er að bílarnir fari frá verksmiðjunni í september beint til kaupenda. Volkswagen hefur tekið eftir árangri Íslendinga í sölu rafbíla og því fáum við góðan skerf af þessum fyrstu bílum“.

Kaupendur eiga tvo möguleika:

Að panta bíl strax og tryggja sér aðild að 1st Movers klúbbi Volkswagen og fá bílinn afhentan í september.

Að bíða eftir að almenn sala hefjist síðar í sumar og fá bílinn afhentan í lok árs.

Ef kaupandinn velur fyrri valmöguleikann þá verður sá bíll við afhendingu ekki með App Connect og takmarkaða virkni í sjónlínuskjá „Augmented Reality Display“ (eingöngu í Max útfærslu) en það verður þó uppfært í byrjun árs 2021. Viðskiptavinum stendur til boða að fá endurgjaldslausa hugbúnaðaruppfærslu á fyrsta ársfjórðungi 2021 fyrir fulla virkni búnaðar. Einnig stendur til boða að fá bíl afhentann með fullri virkni búnaðar fyrir lok árs 2020

    • Þú ert á undan öllum hinum að fá þinn bíl afhentan.
    •  Þú færð upplýsingar um ID.3 á undan öllum hinum.
    • Sérstök kjör sem söluráðgjafi Volkswagen kynnir betur fyrir þér við staðfest kaup.
    •  Þú færð sérstakt ID. gjafabox og ID.3 módelbíl til að gera biðina þolanlegri.
    • Þú færð að andvirði 12 mánaða fría hraðhleðslu í kringum landið.
    • Þú færð sérstakan afslátt af aukahlutum og þar á meðal nýjum hleðslustöðum sem eru væntanlegar.
    • Þú ásamt öllum kaupendum ID færð fría vegaaðstoð (24 klst. þjónusta).

Verð og hvað er á leiðinni

Volkswagen á Íslandi lagði ríka áherslu á að allir 1st Edition bílarnir sem kæmu til landsins yrðu með varmadælu þar sem notkun miðstöðvar hefur áhrif á drægni rafbíla. Skilyrði þess að fá alla bílana með varmadælu var að allir 1st Edition bílarnir yrðu pantaðir í útgáfunni 1st Edition Max sem var samþykkt, enda best útbúna útgáfan.

    •  ID.3 1st Basic :: 4.890.000 kr.
    •  ID.3 1st PLUS :: 5.590.000 kr.
    •  ID.3 1st Max :: 6.390.000 kr. með varmadælu.

Við hér hjá Bílablogg munum fjalla fljótlega betur um þennan nýja VW ID.3 og þá nánar hver munurinn er á milli einstakra gerða.

Aukahlutir og hleðslustöðvar

Hekla mun bjóða veglega aukahlutapakka sem fela í sér t.d. vetrardekk á álfelgum, hlífar og lista. Einnig verður hægt að fá dráttarkrók fyrir hjólafestingu. Verðlisti og betri upplýsingar eru í vinnslu

„Við munum einnig geta boðið viðskiptavinum upp á nýjar hleðslustöðvar frá dótturfélagi Volkswagen, Elli, sem þannig fá heildarlausn með rafbílnum sínum“, segir Jóhann Ingi, „en þetta munum við kynna betur fljótlega.

image

Nýja hleðslustöðin frá Volkswagen sem hönnuð er sérstaklega til að þjóna ID.3 rafbílnum og kynnt verður hér á landi fljótlega.

Spurning um að velja sér rafhlöðu við hæfi

„Annars á tíminn eftir að leiða í ljós hvaða stærð af rafhlöðu hentar hverjum sviðskiptavini“, segir Jóhann Ingi. Vissulega eru flestir fyrstu bílanna pantaðir með millistærð af rafhlöðu, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvort bíll með minni rafhlöðu – og þar með ódýrari - sé ekki alveg eins góður valkostur fyrir marga.

Til dæmis fáum við margar fyrirspurnir frá eigendum e-Golf hvenær ID.3 með minni rafhlöðunni er væntanlegur.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is