Nýr Volkswagen Arteon „Shooting Brake“ komin fram á teikningu

• Nýr Volkswagen stationbíll verður afhjúpaður þann 24. júní samhliða uppfærðum „fastback“

Volkswagen hefur opinberað nýjan stationbíl undir því sérskennilega heiti „Arteon Shooting Brake“ á teikningu áður en afhjúpun framleiðslugerðarinnar verður þann 24. júní næstkomandi.

image

Teikning af nýja Volkswagen Arteon Shooting Brake.

Stationbílnum verður hleypt af stokkunum á sama tíma og uppfærð útgáfa af gerðinni sem hún byggir á, Arteon fastback, sem einnig er sýnd á teikningu. Klaus Bischoff, stjóri hönnunar Volkswagen Group, sagði: „Með Arteon Shooting Brake höfum við skapað nýtt jafnvægi milli hraða, afls og rýmis.“

Auk nýja Arteon stationbílsins og hönnunarbreytingum á Arteon „fastback“ segir Volkswagen að framboðið fái „víðtæka uppfærslu… með nýjum hátæknibúnaði og skynvæddu þæginda- og aðstoðarkerfi“.

image

Arteon Shooting Brake og uppfærður Arteon

Innréttingin mun fá alveg nýjan stjórnklefa, þar með talið nýjasta upplýsinga- og afþreyingarkerfið sem lofar „bestu mögulegu tengingu“.

Volkswagen segir að allar vélarnar séu „með mikil afköst auk lítillar losunar og öflugt tog. Þessari hámarksnýtni er náð með nýstárlegri, framtíðartengdri vél og losunartækni. “

Arteon verður líklega fáanlegur með 2,0 lítra turbóbensín- og dísilvalkostunum sem boðið er upp á í fólksbílnum, en með 48V mildum blendingarkerfi sem bætt er við. Sportlegri útgáfa frá R-deild Volkswagen mun koma síðar, knúin áfram af 329 hestafla vél, kunnuglegri EA888 2,0 lítra fjögurra strokka túrbóbensínvél.

Hið nýja Arteon tvíeyki mun einnig kynna til sögunnar snjallari stoðkerfi. Travel Assist er hannað með langar ferðir í huga og mun „taka við stýri, hröðun og hemlun upp að 200 km/klst hraða undir stjórn ökumanns“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is