2021 Mercedes-Benz E 450 og E 53 Coupe og blæjubílar opinberaðir

Mercedes-Benz afhjúpaði uppfærða 2021 E-Class fólksbifreið fyrir nokkrum mánuðum og nú höfum við fyrstu sýn á uppfærðu coupe- og blæjugerðirnar. Stærsta breytingin að utan er nýr framendi, en undir vélarhlífinnini er nýr mildur blendingur tengdur við drifrásina.

image

2021 Mercedes-Benz E 450 blæjubíll.

Að utan á 2021 E-Class coupé og blæjubílnum eru ný LED framljós sem og uppfært grill. Að aftan hafa LED afturljósin einnig verið uppfærð. Breytingarnar að utan á E-Class Coupé og blæjubílnum eru ekki miklar, en breytingarnar gera það að verkum að báðar gerðirnar líta svolítið sléttari út.

image
image

2021 Mercedes-Benz E 53 Coupé.

image

Inni í bílnum er stærsta viðbótin í  MBUX kerfinu, sem inniheldur tvo 12,3 tommu skjái - annan fyrir sjálft mælaborðið og hinn fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið. Tvískiptur skjárinn gefur E-Class gerðum nútímalegri innréttingu. Það er líka nýtt stýri sem getur greint hvenær hendurnar eru ekki á stýrinu. Ef ökumaðurinn sleppir höndunum of lengi, mun kerfið sjálfkrafa virkja neyðarhemlakerfið.

image

Og svo er það sem er undir vélarhlífinni. Allir coupé og blæjubílarnir í E-Class fá nýtt milt blendingakerfi / hybrid sem tengt er við samþættan ræsirafal og 48 volta rafkerfi til að bæta við 21 hestöflum og 249 Nm togi.

E 450 er knúinn af 3,0 lítra, sex strokka línuvél sem skilar 362 hestöflum og 500 Nm. Ef þú vilt fá meiri kraft skaltu fara í E 53, sem er með 429 hestöfl og 520 Nm tog - með 3,0 lítra sex strokka túrbó línuvél.

2021 Mercedes-Benz E 450 og E 53 gerðirnar koma að sögn á markað síðar á þessu ári.

(byggt á grein í Torque Report)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is