Skipuleggjendur bílasýningarinnar í Genf „mjög óvissir“ um sýninguna 2021

Skipuleggjendur bílasýningarinnar í Genf hafa afturkallað umsókn sína um fjárhagslegan stuðning frá Genfar-kantónunni í kjölfar niðurfellingar viðburðarins í ár.

Ríkisráðið í Genf hafði boðið 16,8 milljóna franka láni (328 milljónir ISK), en stofnunin að baki Alþjóða bílasýningarinnar í Genf (FGIMS) hefur talið skilmála lánsins „misvísandi“ og hefur fallið frá láninu.

image

Bílasýningin í Genf árið 2020 var meðal fyrstu áberandi atburða á sviði bíla í Evrópu sem var aflýst vegna kórónaveirufaraldursins, þar sem sveitarstjórnir bönnuðu opinberar samkomur aðeins fjórum dögum áður en áætlað var að sýningin mynd opna í Palexpo 5. mars .

Óvíst hvort sýning verður 2021

Yfirlýsingin vekur einnig vafa um hvort atburðurinn muni eiga sér stað árið 2021: „Enn fremur er mjög óvíst um þessar mundir að skipulagning atburðarins árið 2021 muni halda áfram“.

(byggt á frétt á Autocar)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is