Einn sem átti að koma fram í Genf – en hvað gerist nú?

-hönnun Giugiaro átti að þeyta upp sandstorma í Sádí Arabíu

image

Rafmagnaður Vision 2030 var hannaður fyrir vegi í Sádi Arabíu.

Einn af þeim bílum sem átti að vera ein af stjörnunum á bílasýningunni í Genf, frá ítölsku hönnuðunum Giorgetto og Fabrizio Giugiaro var bíl sem sýnir sýn þeirra á flottan sportbíl sem hægt væri að keyra í eyðimörkinni.

En sýningin var lögð af og í dag er ekki vitað hvað gerist næst

Giugiaros sendi frá sér mynd af Grand Tourer eyðimerkurbílnumi en engar frekari upplýsingar, restin átti að koma við frumsýninguna í Genf.

Þróaður frá Vision 2030

Hugmyndin lítur út eins og þróun Vision 2030, tveggja sæta rafbíl með fjórhjóladrifi fyrir alls konar landslag sem GFG Style hannaði fyrir vegi í Sádi Arabíu. Vision 2030 var kynntur á bílasýningu í Riyadh í nóvember.

Gert var ráð fyrir að hugmyndabíllinn sem sýna átti í Genf hafi verið hannaður meira fyrir utanvegaakstur sem glæsilegur sportari fyrir eyðimörkina.

Báðar Vision 2030 gerðirnar eru þróun út frá Kangaroo, hugmynd að rafknúnum tveggja sæta bíl með fjórhjóladrifi og stýringu á öllum fjórum hjólum sem kynnt var á sýningunni í Genf árið 2019.

image

Græni og svarti Vision 2030 í forgrunni er hér með mynd með teikningu af GFG's Grandeva ferðamanninum í Genf (brúnnn) og grári skuggamynd af sportbílshugmyndinni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is