2020 árgerð Isuzu D-Max kynnt

Meiri kraftur, meira öryggi, meiri tækni og 3,0 lítra vélin lifir áfram!

image

Izusu D-Max var kynntur á dögunum í Tælandi – nýr og breyttur með betri aksturseiginleika í torfærum.

Stóru fréttirnar eru undir vélarhlífinni: 3,0 lítra túrbódísilvélin, fjögurra strokka, lifir áfram og hefur fengið aflaukningu frá 130kW / 430Nm í núverandi gerð í 140kW / 450Nm.

Þetta afl setur nýja Isuzu D-Max á góðan stað meðal keppinautanna á markaði í Ástralíu (Ford Ranger 2.0TT 157kW / 500Nm, Toyota HiLux 130kW / 450Nm, Mitsubishi Triton 133kW / 430Nm, Holden Colorado 147kW / 500Nm, Nissan Navara 140kW / 450Nm, Mazda BT-50 147kW / 470Nm).

Betri í torfærum

Nýi Isuzu D-Max lítur út fyrir að vera betri í torfærum. Búið er að bæta við mismunadrifalás að aftan og vaðdýptin hefur aukist úr 600mm í 800mm, jafn góð og hjá Ford Ranger og Mazda BT -50.

Betri innrétting

Innréttingin í nýja Isuzu D-Max hefur fengið mikla yfirferð og er stórt stökk fram frá grunnhönnun núverandi gerðar.

image

Nýr bíll frá grunni segja bílablaðamenn sem voru viðstaddir kynninguna á Tælandi á dögunum.

Meðal langra lista yfir grunnskynjara sem bætt er við - ekki fáanlegir í núverandi D-Max - eru eins, ökuljós með birtuskynjara, regnskynjandi rúðuþurrkur og hæðarstillanlegt og aðdraganlegt stýri.

image

Mun meira er lagt í innréttinguna á þessum nýja D-Max, stór snertiskjár í miðju.

Þráðlaust aðgengi með þrýstistarthnappi opnar bílinn innan 2 metra frá aðkomu og læsist sjálfkrafa þegar skynjarinn er færður í meira en 3 metra fjarlægð.

Fjarstart og loftkæling

Til að kæla farþegarýmið á sumrin og hita það á veturna áður en komið er inn eru ákveðnar gerðir af þessum nýja Isuzu D-Max með fjarstart á vélinni. Loftkæling á tvöföldu svæði er fáanleg og loftopum fyrir aftursætið hefur verið bætt við.

Nýi D-Max er fáanlegur með framrúðu með vörn gegn útfjólubláum geislum og er með „blautum“ þurrkurörmum (þvottastútarnir eru felldir inn í þurrkublaðið frekar en að úða frá vélarhlífinni).

image

Eitt af því sem mikil áhersla var lögð á við endurhönnun á D-Max er að viðhalda styrk bílsins og því var þessi mynd af burðarvirki bílsins sýnd við kynninguna í Tælandi.

Samhliða hefur verið bætt við nýjum fjarlægðarskynjurum fyrir fram- og afturenda til að fá nákvæmari viðvaranir. Auka bílastæðaskynjararnir eru hluti af nýju  kerfi Isuzu D-Max sem aðstoðar við að leggja í stæði, sem þýðir að aflstýri hefur skipt yfir frá vökva yfir í rafmagn. Afturstuðarinn er nú með samþættari hönnun.

Mazda-pallbíll á sama grunni

Mazda útgáfan af Isuzu-pallbílnum á að fylgja eftir 12 mánuðum eftir frumsýninguna á D-Max. Mazda er í stakk búið til að hætta við samstarf sitt við Ford eftir meira en 30 ár og mun skipta yfir og deila grunni með Isuzu frá 2021.

image

Fjarlægðarskynjarar auka mjög á öryggið í þessum nýja D-Max.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is