90. alþjóðlega bílasýningin í Genf

Opnar dyr sínar fyrir gestum 5. til 15. mars. Tilkynnt um bíl ársins þann 2. mars

Á síðasta ári voru 164 heims- og Evrópufrumsýningar í Genf og búist við svipuðum fjölda í ár

Alþjóðlega bílasýningin í Genf er ein af fimm bestu bílasýningum heimsins sem viðurkenndar eru af Alþjóðasamtökum bílaframleiðenda (OICA). Þetta er eina bílasýningin sem er haldin á hverju ári í Evrópu. Bílasýningin í Genf 2019, eða GIMS eins hún er kölluð staðfesti enn og aftur leiðandi stöðu sína með öllu rými í Palexpo sýningarsölunum að fullu uppteknu og 164 heims- og Evrópufrumsýningum. Búist er við svipuðum fjölda í ár. Nánari upplýsingar má sjá á opinberu heimasíðunni www.gims.swiss.

„Bíll ársins“ tilkynntur þann 2. mars

Á næsta ári er það í 90. skipti sem GIMS opnar dyr sínar fyrir gestum, eða þann 5. til 15. mars 2020. Það verður opinberað þann 2. mars hvaða bíll hlýtur titilinn „Bíll ársins í Evrópu“, en fjölmiðladagar eru áætlaðir 3. og 4. mars 2020.

image

Palexpo-sýningarsvæðið í Genf er alveg við flugvöllinn og samtengdt hótelum og ráðstefnumiðstöð.

GIMS er vettvangur bíla og hreyfanleika í Evrópu

Þessi 90. Sýning GIMS verður enn gagnvirkari og mun freista og koma gestum á óvart með nýjum nýstárlegum hugmyndum. Bæði er hægt að heimsækja GIMS í eigin persónu og stafrænar heimsóknir til GIMS ættu að bjóða almenningi, sýnendum og fjölmiðlum sérlega aðlaðandi umhverfi. Nýju hugtökin kallast „GIMS Discovery“, „GIMS-Tech“ og „GIMS-Media Days“. Það sem meira er, nýr stafrænn grunnur mun bjóða upp á nýtja upplifun.

image

Stórar bílasýningar hafa átt undir högg að sækja hin síðari ár og raddir eru uppi um framtíð bílasýninganna í Frankfurt og París. Sýningin í Genf er sú eina sem er haldin árlega og enn sem komið er virðist engin hætta á að hún leggist af.

Maurice Turrettini, forseti Alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf, segir: „Markmið okkar er að breyta heimsókn til GIMS í allsherjar upplifun fyrir bílaunnendur og tæknifræðinga, fólk úr bílaiðnaðinum og þá sem áhuga hafa á bílum, jafnt yngri sem eldri.

Við í stjórninni viljum leggja enn frekari áherslu á upplifun á framtíðar hreyfanleika. Á sama tíma fögnum við mörgum hefðbundnum sýnendum sem hafa skráð sig. Með nýjum hugmyndum okkar getum við byggt á sameinuðum styrk okkar - Genf sem samkomustað fyrir öll fínustu bifreiðamerkin“.

Nýr stafrænn grunnur

Stjórnendur Alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf hafa samþykkt að fjárfesta í þróun alþjóðlegrar samskiptastefnu og stofnun nýs stafræns vettvangs. Stofnuninni Jung von Matt/Limmat, með aðsetur í Zürich, hefur verið boðið að byggja þennan vettvang og þróa alþjóðlega markaðsherferð.

image

„Við erum ánægð með að styðja þekkta svissneska stofnun eins og Alþjóðlega bílasýninguna í Genf við að setja upp stafræna upplifun og hjálpa til við að móta sýningu framtíðarinnar“, segir Roman Hirsbrunner, forstjóri Jung von Matt/Limmat

GIMS-upplifun

Bein reynsla af rafmagns hreyfanleika verður í boði hjá GIMS. Árið 2020, í fyrsta skipti, mun GIMS skipuleggja 13 daga reynsluakstur í rafmagnsbílum sem kallast „GIMS Discovery“. Þetta er eitt af nýju hugtökunum sem gera kleift að upplifa hreyfanleika morgundagsins í dag. Markmiðið er að leyfa prófanir á alls kyns mismunandi gerðum, allt frá heillandi stærri bílum til venjulegrar umferðar, frá nýstárlegum frumgerðum til rótgróinna gerða. Frá 2020, bæði í Sviss og í Evrópusambandinu, á að lækka núverandi Co2 takmörk smám saman í 95 g/km fyrir nýja fólksbíla.

Staðreyndin er samt sú að um 97% allra bíleigenda hafa aldrei ekið rafmagns- eða tvinnbifreið hingað til - við viljum loka því bili! “, segir Olivier Rihs, sem tók við taumunum sem framkvæmdastjóri alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf 2020 þann 1. febrúar á þessu ári.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is