Bílasýningin í Genf í mars:

Dacia mun frumsýna ódýran rafbíl og Renault rafdrifna útgáfu af Twingo

image

Renault City K-ZE, sem rafbíllinn frá Dacia gæti byggst á, er seldur í Kína fyrir jafnvirði 8.000 evra, eða 1,1 milljón króna.

Það styttist í bílasýninguna í Genf, sem opnar dyr sínar fyrir gestum í byrjun mars.

Kemur á markað 2021-22

„Þéttbýlisbíllinn“ frá Dacia verður settur á markað 2021-22, að sögn Renault.

Forráðamenn Dacia og Renault hafa ekki gefið upp frekari upplýsingar, komið hefur fram í öðrum fréttum að þetta muni vera útgáfa af City K-ZE rafbílnum sem er framleiddur og seldur í Kína af Renault og kínverskum sameiginlegum fyrirtækjum. City K-ZE er seldur í Kína fyrir um 8.000 evrur. Eða um 1,1 milljón króna.

K-ZE, sem byggir á orku frá rafgeymum, er útgáfa af Renault Kwid smábílnum sem er seldur á Indlandi og Brasilíu

Triber, sem er stærri útgáfa sem tekur sjö farþega, kom fram á sjónarsviðið með Kwid á þessu ári á Indlandi. Ekki er ljóst hvort Kwid eða Triber myndu uppfylla evrópska öryggisstaðla eða aðra samhæfingarstaðla, en Renault hefur ekki útilokað að koma K-ZE til Evrópu.

Fleiri rafbílar í pípunum

Búist er við að Volkswagen muni bæta ID1 smábíl við framboð sitt á rafbílum og næstu smábílar PSA Group frá Peugeot og Citroen munu líklega vera með rafmagnsútgáfur.

Renault frumsýnir rafmagnsútgáfu af Twingo

Renault sagði í frétt á miðvikudaginn að þeir muni frumsýna rafhlöðudrifna útgáfu af Twingo smábílnum á sýningunni í Genf, ásamt Dacia EV, rafmagns hugmyndabíl frá Renault sem heitir Morphoz og sýnir hugmynd þeirra um framtíðar hreyfanleika og tengitvinnútgáfu af Megane stationbílnum.

image

Rafhlöðudrifin útgáfa af Renault Twingo, Twingo ZE, verður frumsýnd í Gnef í mars.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is