Nýr Mercedes EQA fólksbíll í vetrarprófunum

Mercedes mun setja á markað nýja rafknúna gerð árið 2024 byggða á væntanlegum MMA grunni

Við höfum áður séð nýjan Mercedes EQA fólksbíl í prófunum, en þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum slíkan sem er á númerum til aksturs á vegum segir vefur Auto Express - sem bendir til þess að þróun á þessum minni rafbíl sé á góðri leið.

image

Eins og við munum sjá með væntanlegum CLE (sem mun leysa tveggja dyra útgáfur af C-Class og E-Class) er Mercedes ekki hræddur við að hagræða framboðinu sínu.

Með þetta í huga gæti EQA fólksbíll einnig verið sem rafknúinn valkostur við C-Class.

Mercedes hefur einnig lýst því yfir að það muni minnka „fjöldann í safninu“ sínu úr sjö í fjóra, sem bendir til þess að nýr bíll muni koma í stað C-Class og A-Class.

image

Bíllinn er enn mikið klæddur felulitum, falsgrill virðist vera fast á framendanum og talsverð klæðning er að aftan.

image

Innréttingin mun taka mikinn innblástur frá öðrum EQ gerðum Mercedes, en við gætum séð fyrstu notkun MB.OS upplýsinga- og afþreyingarkerfis fyrirtækisins.

Mercedes ætlar að koma tækninni á markað frá 2024 og hefur sagt að hún verði frumsýnd á alveg nýrri gerð frekar en núverandi bíl.

MB.OS mun bjóða upp á nýja eiginleika eins og straumspilun myndbanda og mun geta tekið á móti þráðlausum uppfærslum, allt birt á endurskoðuðu fyrirkomulagi upplýsinga- og afþreyingar.

image

Byrjunarútgáfu EQA var hleypt af stokkunum árið 2021 á lagfærðri útgáfu af MFA2 grunninum sem deilt er með GLA jeppanum með brunavél.

Gera ma ráð fyrir að nýr EQA fólksbíll verði settur á markað árið 2024, sem þýðir að hann mun missa af Mercedes MB.EA grunninum.

Bíllinn mun þá hins vegar nota nýja „Mercedes Modular Architecture“ eða „MMA“-grunn vörumerkisins.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is