Nýr Bertone GB110 ofurbíll sýndur með 1.100 hestöflum

GB110 sækir innblástur frá fyrri sérstæðum hönnunum Bertone

Ítalska hönnunarhúsið Bertone fagnar 110 ára afmæli sínu árið 2022 og í tilefni þess hefur fyrirtækið kynnt nýjan ofurbíl sem heitir GB110.

Fyrirtækið segir að nýi bíllinn verði sá fyrsti í röð af gerðum í takmörkuðu upplagi, þar sem GB110 sjálfur takmarkast við aðeins 33 eintök.

Jean-Franck Ricci, forstjóri Bertone, segir að búast megi við fyrstu afhendingu GB110 vorið 2024.

image

Bertone heldur því fram að hönnun GB110 sæki innblástur frá Lancia Stratos Zero hugmyndabílnum, með risastóru „Apex Claw“ hliðarloftopinu, sem og Alfa Romeo Bat Series og fleyglaga Alfa Romeo Carabo.

Fáar tæknilegar upplýsingar hafa verið gefnar út en vitað er að GB110 dælir út 1.110 hestöflum og 1.100 Nm togi.

Bertone segir að dularfulla aflrásin geti algjörlega gengið fyrir eldsneyti úr endurunnu plasti.

image

Þessar miklu afltölur þýða að GB110 getur verið með hröðun frá 0-100 km/klst á 2,8 sekúndum og náð 300 km/klst á 14 sekúndum.

Bertone heldur því fram að GB110 muni fara á hámarkshraða upp á 380 km/klst.

image

Bertone GB110 - innréttingin er óneitanlega nokkuð sérstæð.

Með aflgjafanum er sjö gíra gírkassi, þó Bertone hafi ekki gefið upp hvort þetta sé beinskiptur eða sjálfskiptur kassi.

image

Annað forgangsverkefni er notkunargildi og þægindi; Reyndar, Bertone heldur því fram að GB110 sé hannaður til að nota á hverjum degi.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is