Nýr Ford rafmagnaður sportjepplingur kemur 2023

Næsti rafbíll Ford mun nota grunn frá VW Group og vera í stærð fyrir neðan Mustang Mach-e í Ford-línunni

Ford hefur gert grein fyrir áformum sínum um frekari rafbíla í Evrópu með því að afhjúpa nýja „byrjun“ á þessu sviði sem heitir Ford Model e, sem mun afhenda þrjá nýja rafjeppa fyrir árið 2024.

Meðalstærðarjeppinn verður líklega svipaður að stærð og Volkswagen ID.4, með sama tæknilega grunni.

MEB grunnurinn rúmar að hámarki 77kWh rafhlöðu og vörumerkið segir að þessi nyi bíll muni geta ferðast 500 km á hverri hleðslu.

image

Nafn á ökutækinu hefur ekki verið staðfest og verður ekki fyrr en bíllinn kemur í ljós, en mynd Auto Express sýnir hvernig hann gæti litið út.

Jeppinn mun hafa þykkt útlit sem er frávik frá núverandi úrvali fyrirtækisins, með hárri vélarhlífarlínu, nýrri LED lýsingu og lokuðu grilli.

Nýi jeppinn gæti gefið okkur fyrstu innsýn í nýja rafknúna hönnunarlínu Ford þegar hann kemur og mun hafa minna fótspor en Mustang Mach-E.

Önnur rafknúin gerð frá Köln kemur árið 2024, lýst af vörumerkinu sem „sportcrossover“ og mun verða með annarri nýrri lýsingu.

„Þessir nýju bílar munu pottþétt líta út og keyra eins og Ford, þetta verða Ford bílar".

image

Svona lýsir Ford væntanlegu framboði sínu á rafbílum á næstunni.

Ný útgáfa af Puma

Á eftir þessum tveimur sérsmíðuðu rafbílum mun koma rafknúin útgáfa af stórsölubílnum Puma, þar af seldust 130.000 í Evrópu árið 2020.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is