Kannist þið við rennihurðir í sportbílum? Þak sem þarf að losa og lyfta til ökumaður eigi möguleika á að geta sest inn? Bíla sem fólk þarf eiginlega að rúlla sér inn í og rúlla sér út úr þeim aftur? Hljómar galið en það er þó ekkert í samanburði við að sjá þetta!

image

Getur eflaust verið dálítið pirrandi. Til dæmis þegar maður er að flýta sér. Eða í roki. Svo ekki sé minnst á ef maður er að flýta sér í roki.

Það eru tiltölulega fáir bílar á almennum markaði sem krefjast þess að fólk hafi verið í fimleikum eða jazzballett árum saman til að komast inn í bíla eða út úr þeim (fylgist vissulega að). En það eru til ótrúlega „margir“ spes-bílar, sem eru alls ekki fyrir bakveika.

image

Maður býður kannski ekki afa og ömmu að „stökkva“ upp í svona apparat

Í meðfylgjandi myndbandi eru nokkrir „alveg spes“ bílar sem jafnvel hryggleysingjar gætu fundið til verkjar við það eitt að horfa á aðfarir fólksins sem ýmist vill inn eða út úr þessum tækjum!

Hér er altsvo myndband um sérkennilega hönnun útgönguleiða. Eða inngöngu... Jæja, nóg um það!

Tengt efni sem þú gætir haft áhuga á:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is