Mikill áhugi á nýjum rafbílum

Þrjú bílaumboð frumsýndu nýja rafbíla í dag

Það fer ekki á milli mála að áhugi bílakaupenda á nýjum rafbílum hefur aukist. Þrjú bílaumboð frumsýndu nýja rafbíla í dag og á öllum stöðunum var fjöldi gesta þrátt fyrir ekki besta útivistarveður í heimi.

image

Fiat 500e er rúmgóður og með gott aðgengi.

ÍSBAND umboðsaðili FIAT frumsýndi fyrsta 500e rafmagnsbílinn og jafnframt fyrsta 500 bílinn með 3+1 hurðum í dag, laugardaginn 6. nóvember.

image

„Rúmgóður og með gott aðgengi“ er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar þessi nýi Fiat 500 e er skoðaður.

Að sögn Sigurðar Kr. Björnssonar markaðstjóra Ísband, fengu þeir fjóra bíla núna, og sá fyrsti seldist strax við opnun sýningarinnar. Fleir bílar fylgja síðan í kjölfarið. Það var að sjá að það var mikill áhugi á bílnum á sýningunni og kominn tími til að Fiat verði fyrir alvöru sjáanlegur á markaði hér.

500e er ítölsk hönnun þar sem mikið er lagt upp úr sérstöðu, fallegu útliti innan sem utan og notagildi.

Fyrstu 500e bílarnir koma í 9 litum og  útfærslu sem kallast „La Prima“ sem er hlaðin aukabúnaði eins og 3+1 hurðum (3+1 hurð er afturhurð farþegamegin sem auðveldar aðgengi að aftursætum), leðursætum, leðurstýri, hita í sætum, 10,25” útvarpsskjá með leiðsögukerfi, þráðlausri símahleðslu, sjálfvirkri miðstöð með loftkælingu, bakkmyndavél, þráðlausu Apple/Android Carplay, 85KW hraðhleðslu, 17” álfelgum, 360⁰ fjarlægðaskynjurum, Led ljósum, lykillausu aðgengi og ræsingu, glerþaki, fjarlægðastilltum hraðastilli með hraðaskiltalesara o.mfl.

image

Rafhlaðan er 42KW og er 8 ára ábyrgð á rafhlöðu og 5 ára ábyrgð á bílnum. Drægnin er 320 km skv. WLTP í blönduðum akstri og allt að 460 km innanbæjar. 500e er sjálfskiptur og framdrifinn. Með 85KW hraðhleðslu er hægt að hlaða 50 km drægni á 5 mínútum.

BL frumsýnir MG Marvel R Electric

BL við Sævarhöfðann frumsýndi í dag rúmgóðan og framúrstefnulegan rafknúinn sportjeppa, MG Marvel R Electric.

image

MG Marvel R Electric verður til að byrja með fáanlegur í tveimur útfærslum; Luxury 2WD sem hefur rúmlega 400 km drægni, og Performance 4WD sem hefur um 370 km drægni.

image

MG Marvel R Electric 4WD er búinn þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan.

Bíllinn er þessari útgáfu með288 hestöfl, drægni rafhlöðunnar er um 370 km og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 4,9 sekúndur - og togið er um 665 Nm.

Í eins drifs útgáfu er MG Marvel R Electric 2WD með tvo rafmótora að aftan sem eru 180 hestöfl og með 410 Nm tog. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 7,9 sekúndur.

image

Nýr og sérlega vel búinn rafbíll frá Kína.

Vatt og Suzuki í Skeifunni frumsýndu í dag nýjan Aiways U5, rafbíl frá Kína.

Aiways er nýtt bílamerki á Íslandi en U5 er fyrsti bíll þessa merkis sem nýkomið er á markað í Evrópu.

Að sögn Úlfars Hinrikssonar framkvæmdastjóra Suzuki, hafa bílanir strax vakið mikla athygli, enda sérlega vel búnir á góðu verði.

image

Aiways U5 er 100% rafknúinn og kemur í tveimur útfærslum, Plus og Premium.

Drægnin á rafmagninu á Plus-gerðinni er um 410 km á fullri hleðslu en 400 km á Premium útfærslunni. Mikið af öryggisbúnaði er í Aiways sem staðalbúnaður, eins og blindhornsaðvörun eða 360° myndavél.

Verðið er frá 5.190.000 kr. og 5.690.000 kr. fyrir Premium útfærsluna.

image
image

Fallegur frágangur vekur athygli í Aiways. Þrískiptur skjár er fyrir framan ökumanninn og síðan er stór miðjuskjár til viðbótar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is