Nýja bílasölusvæðið K7 opnar formlega

Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Hyundai notaðir bílar, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru búin að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á milli Hestháls 15 og Krókháls 7 í Reykjavík og munu opna það formlega á morgun, laugardag. Opið verður frá 12-16.

Nýja bílasölusvæðið, sem ber heitið K7 með tilvísun í Krókháls 7, er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð.

Það var sérstaklega skipulagt fyrir bílasölurnar fjórar og rúmar alls um 800 bíla.

Tengir Hestháls og Krókháls

Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er sérlega góð á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda.

Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækjum á svæðinu.

Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og er þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar.

Bílasölsvæðið K7 er jafnframt sérstaklega hannað fyrir starfsemi eins og þessa með þjónustu viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir Gunnar Haraldsson, sölustjóri Öskju - Notaðir bílar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is