Fólk með rauða fána, rauðir trukkar, gulir hjálmar, blár himinn, blágrænt vatn. Það er eitthvað magnað við þetta og eitt andartak hvarflar að manni að þetta sé einhver serímónía. Einhver falleg helgistund. En svo byrja trukkarnir að „dömpa“…

Það er þó þannig að ef margir ganga til „dömps“ samtímis þá er næsta víst að eitthvað stíflast í framhaldinu. Það var einmitt þess vegna sem tugir trukka voru þarna samankomnir – til að stífla. Tilgangurinn var nokkuð greinilega sá að breyta farvegi árinnar en eins og margir benda á í athugasemdum getur maðurinn lítið stjórnað náttúrunni. Þar hefur allt sinn gang.

Svo því sé til haga haldið þá sköpuðust gríðarlegar pólitískar umræður í athugasemdakerfinu undir myndbandinu á YouTube á hinum ýmsu tungumálum. Þetta er kannski einhver víðfræg framkvæmd en það sem undirritaðri þykir svo magnað við þetta myndband er skipulagið á framkvæmdinni: Allur þessi fjöldi fólks og trukka og allt svakalega skipulagt og virkar. Í krafti fjöldans.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is