Það var að morgni til í ágústmánuði árið 2012 sem ökumaður Red Bull liðsins í Formúlu 1, David Coulthard, ók um miðbæ Kaupmannahafnar á Formúlubíl. Það hefur verið ljúft að vakna við hljóðið í þeim bíl!

image

Óvanaleg sjón en falleg. Mynd/Samo Vidic/Red Bull Content Pool

Ók hann um Kristjánshöfn, yfir Knippelsbrú, framhjá Kristjánsborgarhöll, gerði nokkrar krúsídúllur í Amalíuborg og lauk rúntinum þann morguninn á Nýhöfn.

Ætli það hafi ekki verið komið hádegi þá, svona miðað við drykkjarföngin á borðum gestanna sem sjá má á myndum.

image

Mynd/Jesper Gronnemark/Red Bull Content Pool

image

Maður hefði nú verið meira en til í að sitja við eitt þessara borða! Mynd/Samo Vidic/Red Bull Content Pool

En ekki fór Coulthard yfir Strikið.

Hér er svo myndband frá öðru sjónarhorni:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is