Róttækir réttlætisriddarar bílastæða tefldu sinn fyrsta leik árið 2012 með stofnun Facebook-hópsins „Lærðu að leggja“. Nú, hátt í áratug síðar, hefur fjöldi meðlima hópsins margfaldast og telur tæp 14 þúsund. Í dag heitir hópurinn „Verst lagði bíllinn“.

Jafnt og þétt birta meðlimir hópsins myndir af bílum sem lagt hefur verið ósæmilega, að þeirra mati.

image

Einhvern tíma virðist hafa staðið til að áköfustu meðlimir hópsins hefðu útprentaða miða á sér til að setja undir rúðuþurrkuna á illa lögðum bílum.

Samkvæmt upplýsingum inni á síðunni eru að meðaltali 49 ný innlegg þar í hverjum mánuði og nýir meðlimir síðasta mánuðinn tæplega 60. Það má því segja að nokkurt líf sé í þessum langlífa Facebookhópi.

image

Hér eru tvö dæmi um baráttumál meðlima.

Einnig væri áhugavert að fá viðbrögð lesenda við spurningum undirritaðrar:

Eru hópar sem þessi líklegir til að fæla fólk frá því að t.d. leggja illa? Ef svo er, felst fælingarmátturinn í birtingu bílnúmersins? Eða, síðast en ekki síst: Bregður fólki þegar það sér með eigin augum mynd af því hversu illa það lagði; iðrast og tekur upp betri siði?

Hér er hlekkur á síðuna.

Ath. Undirrituð hefur gert nöfn og bílnúmer illgreinanleg á meðfylgjandi myndum en myndirnar eru skjáskot af síðu hópsins. Hópurinn er opinn.

Forsíðumynd/Unsplash

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Ábendingar um fleiri íslenskar bílagrúppur, sem sniðugt væri að fjalla um, má líka senda á malin@bilablogg.is

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is