„Hvað segirðu? Varahluti í Ford? Já, fyrir eða eftir heimsstyrjöld? Fyrri heimsstyrjöld eða seinni? Ekkert mál!“ Einhvern veginn svona ímynda ég mér samtölin á partasölunni L&L Classic Auto í Idaho. Þeir eiga nefnilega bíla og varahluti frá 1912 til 1979. Bílarnir eru út um allt á 50 hektara landi.

image

Larry heitir hann, Larry Harms, maðurinn sem á L&L Classic Auto í auðninni í suðurhluta Idaho. Hann hefur rekið partasöluna í rúm fimmtíu ár og í upphafi var starfsemin mun fyrirferðarminni. Þá átti hann tiltölulega nýja bíla og ótrúlegt nokk, þá eru þeir nokkrir enn í hans eigu og eru innan um þá átta þúsund bíla sem eru á víð og dreif á tæpum 50 hektörum lands.

image

Nokkrar vörugeymslur eru á svæðinu og þar eru varahlutir geymdir úr bílum sem búið er að rífa. Annars fer nokkuð vel um þá þarna í „eyðmörkinni“ – þeir ryðga í það minnsta ekki þar. Tegundirnar sem Larry Harms sérhæfir sig í eru þessar helstu amerísku og flestir fyrrum kaggar á svæðinu eru frá sjötta til áttunda áratug síðustu aldar.

image

Þegar svæðið undir góssið er eins stórt og í þessu tilviki eru tegundirnar ekki taldar í eintökum heldur er miðað við hversu stórt landsvæði þær dreifast um.

image

Hjá Larry Harms er það Ford sem er hvað plássfrekastur en um 25 hektarar af 50 eru undirlagðir af Ford.

image

Ýmislegt af alls konar!

image

´64 Impala SS 2 dr hardtop 327 4 sp. Ljósmyndir eru af síðu L&L og skjáskot af YouTube

image

Þetta er áhugavert enda ekki á hverjum degi sem maður getur fundið varahluti í Ford Edsel, svo dæmi sé tekið!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is