„Side wheelie“ er stórfurðuleg aksturstæknibrella og ekki á margra færi. Þetta er í raun að „tvíhjóla“ á bíl. Kínverskur áhættuökumaður sló heimsmet í svona furðuakstri og það á sjálfum Nürburgring.

Þetta er mikil áskorun, en ofan á allt bættist að brautin var blaut eftir rigningu og svo skein sólin skært inn á milli. Að akstri loknum sagði Yue: „Þetta var eins og að takast á við allar árstíðirnar fjórar þarna á brautinni.“

Mætti bara halda að þetta hafi verið á Íslandi!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is