Varpar upplýsingum á alla framrúðuna?

Volvo skoðar möguleikana á að breyta allri framrúðunni  í risastóran framrúðuskjá

Mjög margir nýir bílar eru komnir með þægindabúnað fyrir ökumanninn sem varpar upplýsingum upp í sjónlínu hans um helstu atriði bílsins, eða upplýsingum úr leiðsögukerfi.

Yfirleitt er þessum upplýsingum varpað á glæra plötu sem kalla má „framrúðuskjá“ (head up display), en núna er komin fram hugmynd sem gæti kollvarpað þessu.

Volvo Cars Tech Fund, eða „tæknisjóður Volvo“ hefur fjárfest í fyrirtæki sem heitir Spectralics, þar sem margra laga framrúða laga gæti gjörbylt svona framrúðuskjám.

Mikil þróun í framrúðuskjám

Svona framrúðuskjáir í bílum verða sífellt flóknari. Einu sinni var aðeins hægt að sýna grunnupplýsingar, en núna eru komnar lausnir sem geta sýnt snúningshraða, leiðsöguleiðbeiningar og símtöl sem berast, allt í ýmsum mismunandi litum.

Með því að nota Volvo Cars Tech Fund (stofnað árið 2018), hefur sænska fyrirtækið fjárfest fyrir 2 milljónir dollara í Spectralics; sprotafyrirtæki sem gæti gert slíkt að veruleika.

image

Lykillinn að öllu þessu er „multi-layered thin combiner“ eða MLTC. MLTC er lýst sem „þunnri ljósfræðifilmu“ og gæti verið innbyggt í framrúðu bíls og/eða rúður, sem gerir kleift að sýna alls kyns myndefni.

Það er margt að gerast sem gæti leitt til truflunar.

Hins vegar mætti færa rök fyrir því að slíkt hugtak hafi tilhneigingu til að draga mjög úr þörf ökumanns til að líta af veginum.

image

Volvo er einnig að skoða önnur möguleg not fyrir tæknina, þar á meðal „háþróaðar síur fyrir ýmsa notkun, skynjun í farþegarými, myndavélar að framan sem skynja blindbletti og stafræna „hólógrafíska“ vörpun“.

Ekki má búast við því að sjá þetta í Volvo-bílum í bráð - tæknin er sögð vera „á frumstigi þróunar“.

Lee Ma, yfirmaður Volvo Cars Tech Fund, sagði um fjárfestinguna: „Spectralics hentar okkur vel og við teljum að tækni þeirra hafi möguleika á að setja staðal fyrir næstu kynslóð skjáa og myndavéla.“

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is