Myndum af nýja Range Rover lekið á netið

Fyrstu myndir sem birtast af nýja flaggskipsjeppa Land Rover

Myndir sem taldar eru sýna nýjan Range Rover fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum en bíllinn verður ekki kynntur fyrr en í næstu viku.

image

Svona kynnti fyrirtækið nýjan Range Rover fyrir nokkrum dögum – ekki auðvelt þá að gera sér grein fyrir útlitinu.

En í dag hafa birst myndir af þessum nýja lúxusbíl á bílavefsíðum. Myndirnar, sem sagt er að hafi lekið á netið, sýna glöggt útlit nýja bílsins að innan sem utan.

image

Þetta gæti verið fyrsta sýn okkar á fimmtu kynslóð Range Rover sem kemur betur í ljós í næstu viku.

Vefur Auto Express segir að fjölmargar njósnamyndir af næsta Range Rover í Bretlandi og víðar bendi til mikillar þróunar á hönnunarmáli (e. design language) bílsins. Byggt á þessum myndum sem myndu örugglega passa við framenda nýja Mercedes GLS og BMW X7, sem eru keppinautar vörumerkisins, þá er nýi Range Rover með svipuðum framenda, grilli og fyrirkomulagi framljósa og notað er í núverandi kynslóð Range Rover fjölskyldunnar.

image

Yfirborðið virðist mun sléttara eða „mýkra“en áður.

Hin klassíska tveggja kassa hönnun bílsins er enn til staðar sem og sterk axlalína og ný útfærsla á lóðréttu smáatriðunum við dyrnar nálægt A-bitanum.

image

Afturendi bílsins umbreytist nokkuð og virðist þar sem ný afturljós í fullri breidd séu á afturhleranum, með lóðréttum ljósasamstæðum á afturenda bílsins.

image

Margar af nýlegum gerðum Land Rover hafa tekið upp nýja 11,4 tommu Pivi Pro snertiskjáakerfið og nýr Range Rover lítur út fyrir að vera með sama kerfi.

Auto Express segir að vitað sé nú þegar að nýr Range Rover verður fyrsti Land Roverinn á nýjum MLA Flex grunni vörumerkisins, sem hefur verið hannaður þannig að á honum megi smíða bíla með brennsluvélum, tengitvinnbúnaði og fullkomlega rafknúnum aflrásum.

Búist við rafmagnsútgáfu 2024

Við gætum þurft að bíða um stund áður en við sjáum Range Rover rafbíl. Gert var ráð fyrir að hann komi árið 2024, um það bil tveimur og svolítið fleiri árum eftir að nýja útgáfan af fimmtu kynslóð Range Rover með brunahreyfli sem og tengitvinnútgáfur koma á götuna.

Nútímalegri V8-vél frá BMW

Það hefur lengi verið orðrómur um að Land Rover muni nýta BMW afl í nýja Range Rover, en 5,0 lítra forþjöppu V8 valkosturinn með allt að 557 hestöfl í Range Rover SVAutobiograhy og á fjölmörgum bílum JLR er á útleið.

Þess í stað mun nútímalegri 4,4 lítra túrbó V8 vél sem notuð er í xDrive 50i útgáfum af BMW jeppunum X5 og X7 koma í staðinn undir vélarhlíf bresku gerðarinnar.

Líklega munu sex strokka dísilvélar frá fyrri gerð með mildri blendingsaðstoð halda áfram, þó að ekki sé vitað hvort stækkaður tengitvinnbúnaður Range Rover mun nota nýja aflrás miðað við P400e valkostinn sem er á útleið, með fjögurra strokka bensínvél ásamt rafhlöðu og rafmótor.

Útgáfa með lengra hjólhafi mun bjóða vera rúmbetri og með lúxussæti

Fyrri og núverandi gerðir Range Rover hafa boðið kaupendum upp á gott rými fyrir fimm fullorðna og það mun verða raunin með þessa nýju gerð.

(fréttir á vef Auto Express, Motor1 og Gear Patrol)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is