City Transformer er smábíll frá Ísrael. Bíllinn sá birtist óvænt, án nokkurs fyrirvara, á IAA-bílasýningunni í München. Bíllinn er lausn á vandamáli sem við þurfum í raun ekki lausn á. Ekki ennþá að minnsta kosti.

Ég skil ekki hugmyndina - það er ekki lengdin sem gerir bíl vonlausan í umferðinni, heldur er það breiddin.

Jafnvel smábíllinn Twizy er stundum of breiður fyrir þrengstu göturnar og þar komast aðeins létt mótorhjól eða rafmagnshjól. En hönnuðir City Transformer hafa augljóslega hugsað á þessum nótum. Því þennan bíl má minnka, hægt er að draga hliðar bílsins inn, meira að segja meðan á akstri stendur.

Bíllinn er 140 cm á breidd, en breiddin getur farið niður í einn metra ef þörf krefur.

image

En hér hætti ég alveg að skilja. Ef metri er nóg, og ég sit þarna inni í 140 cm breiðum bílnum, hvaða tilgangi þjóna þá þessir auka 40 cm? Sérstaklega þegar þessir plús eða mínus 40 sentimetrar kosta bæði aukaþyngd og flækir smíðina, sem í raun er frekar einföld.

En þar sem þeir hafa heldur ekki smíðað drifrás sem er hægt að mjókka eða breikka, hefðu þeir þurft að setja tvo mótora að aftan - einn fyrir hvert hjól, samtals 15 kW.

image

Þeir sögðu mér ekki hversu stór rafhlaðan væri en gáfu upp að drægnin væri 180 km og hámarkshraði 90 km/klst. Hins vegar takmarkast hraðinn við 45 km/klst þegar búið er að „mjókka“ bílinn.

Einmitt það, ég skildi ekki af hverju.

image

En hönnun bílsins er ekki frumstæð. Nokkrir loftpúðar, ABS, ESP og loftkæling eru meðal þess sem bíllinn býður upp á.

image

Asaf Formoza, sem mér skilst að sé forstjóri fyrirtækisins, sagði að þrátt fyrir að þeir hefðu unnið að þessu verkefni í nokkur ár væri það enn í ferli og aðeins er hægt að panta bílinn fyrirfram. En afhendingar væru rétt handan við hornið.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is