Aston Martin afhjúpar Corgi módel í fullri stærð af DB5 bíl James Bond

Flestir sem áhuga hafa á bílum þekkja hin vinsælu bílamódel frá Corgi, sem hafa glatt marga áratugum saman, en þessir lítlu bílar úr málmsteypu hafa verið þekktir fyrir að vera mjög nákvæm eftirmynd bílanna sem þeir sýna, og oft búnir mörgum smáatriðum sem virka.

image

Aston Martin DB5 Corgi leikfangabíllinn kominn í fulla stærð.

Kassinn, sem er 5,66 m langur, 2,7 m á hæð og 2,7 m á dýpt, hýsir einn af DB5 Goldfinger „framhaldsbílum“ Aston Martin, sem að sjálfsögðu er málaður í Silver Birch-lit eins og Bond-bílarnir.

Goldfinger „framhaldið“ er hluti af röð 25 DB5, sem smíðaðir eru af Aston Martin Works, minjasviði fyrirtækisins.

Hvert eintak er með „græjur“ sem virka eins og sást í Goldfinger, þar á meðal snúningsnúmeraplötur, skothelda hlíf að aftan, framlengingar að framan og vélbyssur sem hægt er að láta skjótast út í stað stefnuljósanna.

image

.303 Browning vélbyssurnar skjóta raunverulegum byssukúlum. Þó er þar ekkert sæti sem getur skotið þér upp í loft - þrátt fyrir að hægt sé að fjarlægja þakplötuna.

Goldfinger „framhaldsbílarnir“ eru heldur ekki löglegir í akstri á vegum - löggan hefur eflaust tilhneigingu til að horfa með athygli á snúningsnúmeraplötur - þannig að eigendur þurfa að takmarka aksturinn á Bond-bílunum við sína eigin landareign.

image

Hvar hinn raunverulegi Goldfinger DB5 er, eins og hann birtist í myndinni frá 1964, er sveipað dulúð. Það var bandarískur kvikmyndasafnari sem keypti bílinn á tíunda áratugnum og síðan hvarf bíllinn úr flugskýli í Flórída árið 1997. Hann er enn týndur.

Litli Corgi-módelbíllinn af DB5 Bond með virkum græjum hefur reynst ótrúlega seigur og yfir 20 milljónir eintaka verið seld. Módelið er enn í framleiðslu.

Upprunaleg módel frá 1965 geta selst á allt að 500 pund.

James May, gestgjafi Grand Tour hjá Amazon Prime Video (og áður í Top Gear), skrifaði fyrir Sunday Times Driving og kallaði Corgi DB5 merkasta bílinn sem gerður hefur verið: „Barnæskan er mótandi og við sem elskum bíla elskuðum þá fyrst sem leikföng,“ sagði hann.

image

James May með Corgi James Bond DB5.

Marek Reichman sagði við kynninguna á „stóra módelbílnum“: „Það er mikill heiður fyrir okkur að marka upphafið að „No Time To Die“- herferðinni í dag með þessari spennandi afhjúpun. Samband Aston Martin við James Bond spannar áratugi og DB5 er án efa frægasti bíll í heimi eftir þetta 50 ára samstarf.“

Stikla úr nýju Bond-myndinni „No Time to Die“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is