Nýi Z -bíll Nissan er með 400 hestöfl á tímum rafvæðingar

Endurhannaði Z-bíllinn er kynntur sem „bíll sem byggir á arfleifð“ - „smíðaður fyrir áhugamenn, af áhugamönnum“

image

Nýi Z er í „gamla stílnum“ að utan og hátækni-bíll að innan.

Hannaður svolítið í „gamla lúkkinu“ að utan, hátæknin ræður ríkjum að innan, endurhönnunin er að hluta til virðing fyrir uppruna bílsins og að hluta til merki um nýja stefnu Nissan.

Þar sem alþjóðleg sala á bílnum beinist aðallega að Bandaríkjunum og Japan er búist við að Z verði meira ætlaður að auka hróður vörumerkisins en að þetta verði „magnsölubíll“.

Reyndar er Z-bíllinn lykilatriðið í „Nissan A to Z“ framleiðslustýringu framkvæmdastjórans Makoto Uchida, sem miðar að því að yngja upp framboð eldri bíla með stöðugum straumi nýrra bíla. "A" stendur fyrir nýja Ariya rafmagns krossover-bílinn og "Z" er fyrir nýja sportbíla. Aðrir bíla sem eru mikilvægir í þessari endurhönnun eru Rogue og Pathfinder crossovers, Frontier pallbíll í miðstærð og Sentra sem er lítill fólksbíll.

Aftur til framtíðar

Í heimi sem er er að verða „rafmagnaður“ stingur Z svolítið í stúf við aðra, bensínknúinn sportbíll. Nissan stillir honum svolítið upp sem „fornbíl“ - „smíðaður fyrir áhugamenn, af áhugamönnum“.

image

Meðal þess sem Z er að undirstrika líkt og í fyrstu kynslóð 240Z, sem var frumsýndur fyrir um fimm áratugum undir merkjum Datsun í Bandaríkjunum, er áberandi útlínur - löng vélarhlíf, oddhvass nef og stuttur, hallandi afturhluti sem hallar aðeins meira niður en framendinn.

Samsetningin bætir bæði viðbrögð og eldsneytisnotkun, allt eftir akstursaðstæðum.

Staðlaða uppsetningin er með sex gíra beinskiptingu, með „Exedy“ afkastamikilli kúplingu. Handskiptingin fær einnig háþróað hjálparkerfi, sem Nissan segir að sé það fyrsta í bíl frá þeim með afturhjóladrifi.

Handskiptingunni fylgir drifskaft úr kolefnistrefjum. Níu gíra sjálfskipting er einnig fáanleg, skref upp frá núverandi sjö gíra skiptingu.

Nissan segir að búast megi við betri aksturseiginleikum, með stífari yfirbyggingu, rafrænu aflstýri með hjálparafli, breiðari dekkjum að framan og léttu áli í vélarhlíf, hurðum og afturhlera.

Takmörkuð útgáfa

Z mun koma í tveimur stigum, Sport og Performance, ásamt sérútgáfu.

Sérútgáfan, sem kallast „Proto Spec“, er 240 bíla vísun í Z Proto frumgerðina sem var afhjúpuð árið 2020.

Sú gerð fær sérstök smáatriði í bremsum, felgum, gírstangarhnúð, klæðningu á hurðum og sætum.

image

Í áranna rás fóru Z bílar smám saman að þyngjast, Nokkuð sem Yutaka Katayama, goðsagnakennda framkvæmdastjóranum hjá Nissan, sem var þekktur sem herra K og faðir upprunalega Z-sportbílsins, þótti ekki nógu gott.

Samkvæmt herra K, sem lést árið 2015, varð Z-bíllinn of uppblásinn og dýr og hætti að vera í hlutverki sínu sem var að vera sportbíl fyrir alla.

Upprunalegi Z bíllinn kom Nissan á beinu brautina á markaði í Bandaríkjunum. Datsun 240Z, japanski byrjandinn fór framúr Volkswagen og Toyota og varð númer 1 innflutningsmerkið árið 1975.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is