Bilanagreiningar og bílaráðgjöf

image

Loga aðvörunarljós í mælaborðinu, verður bíllinn oft rafmagnslaus, eru öryggi að springa, þarftu að  ná útvarpinu úr, fer bíllinn ekki í gang, þarftu að lofttæma ABS hemla eða byrjaðir þú að gera við bílinn en ert núna stopp og kemst ekkert áfram?

image

Þarftu aðstoð núna og getur ekki beðið? Bílagreining gæti líklega bjargað þér ef svarið er já við einhverju af þessu. En Bílagreining er þjónusta fyrir bíleigendur, bílaverkstæði og önnur fyrirtæki á Suðurnesjum. Nánar tiltekið í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.

Hvernig virkar þessi þjónusta?

Þú hefur samband, lætur vita hvað er að og gefur helst upp bílnúmerið þá er hægt að forvinna verkefnið. Bifvélavirkinn fer þangað sem bíllinn er en yfirleitt ekki öfugt og skoðar málið.

image

Hvað getur Bílagreining gert?  

Næstum allt sem viðkemur rafmagnsbilunum og tölvum í bílum en Bílagreining sérhæfir sig í erfiðum rafmagnsbilunum sem aðrir geta ekki sinnt eða vilja helst ekki sinna.

image

Prófað hvort EOBD  eða OBD2 tengið í bílnum virkar eða er rétt tengt.

Fundið út úr samskiptavandamálum milli tölva í bílum. En tölvur í flestum eða öllum bílum „tala“ saman yfir netkerfi sem eru kölluð BUS t.d. CAN BUS.

image

Fundið út úr rafmagnsvandamálum eins og útleiðslu sem getur valdið því að bíllinn verður oft rafmagnslaus eða er alltaf að sprengja öryggi.

Prófað, mælt og hugsanlega gert við hluti úr bílum eins og rafgeyma, tölvur, startara, rafala og margt fleira. En það er annað hvort hægt að koma þessum hlutum til Bílagreiningar eða bifvélavirkinn fer þangað sem hlutirnir eru.

image

Bílagreining er þjónusta fyrir bíleigendur, bílaverkstæði og önnur fyrirtæki á Suðurnesjum. Nánar tiltekið í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.

Verð

Bílagreining er með einfaldan verðlista og á honum eru bara tvö atriði ef frá er talið efni sem gæti þurft í viðgerðir:

Tímaverð. Unninn tími.

Grunngreining og yfirferð. Innifalið í því er álagsprófun rafgeyma, startpróf og hleðslupróf. Tékkað á mótorolíu, kælivökva og hemlavökva. Drifreim (viftureim) skoðuð, vélarúm skoðað eins og hægt er með tilliti til vökvaleka, ástands rafkerfis o.fl.. Hlustað eftir óeðlilegum hljóðum þegar vélin er í gangi.

Tölvulestur og „heilsufars“ skýrsla ef eitthvað finnst að. Þetta er yfirleitt óþarft fyrir 100% rafbíla en ágætt fyrir alla aðra bíla t.d. áður en lagt er af stað í ferðalag.

Það er engin ástæða til að bíða eftir því að eitthvað bili og/eða aðvörunarljós kvikni í mælaborðinu. Oft er hægt að sjá með einhverjum fyrirvara hvort eitthvað er að fara að bila eða skemmast. Þannig er hægt að spara sér tíma og peninga.

Bílagreining reynir alltaf að stilla verðinu í hóf og bjóða góða þjónustu.

Undirritaður er með mjög mikla reynslu af bílaviðgerðum og tækniráðgjöf vegna bíla.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is