Volkswagen keppti í Norra Mexican 1000 Baja rallinu á talsvert breyttum ID.4 rafmagnsbíl. ID.4 bíllinn lauk rallinu með stæl og það var atvinnuflugmaðurinn Tanner Foust sem ók fyrir Volkswagen.

image
image

„Þetta var bara það sem við vonuðumst eftir, að klára“, sagði Foust eftir rallið.

image
image

Volkswagen menn sögðu að bíllinn hefði aðeins hlotið minniháttar skemmdir á afturstuðara í þessu 1.141 kílómetra ralli um eyðimörkina. Allur helsti búnaður bílsins, þar með talinn orginal rafmótorinn, drifrásin og boddý virkuðu eins og við var að búast.

image

Ekkert í reglunum bannar að rafmagnsbíll sé hlaðinn með drætti. Bíllinn hlóð um 20 kwst/klst. með því að nýta togaflið inn á rafhlöðuna.

image

Olíudrifinni hleðslustöð var komið fyrir í kerru sem hægt var að hlaða bílinn í. Stöðin gaf 50 kwst/klst. hleðslu.

Baja rallið þykir gríðarlega erfitt og tekur bæði toll af mönnum og bílum. Bara að klára þetta án mikilla hrakfara og bilana er nokkuð eftirtektarvert.

Þó svo að VW ID.4 hefði klárað rallið og það án nokkurra högga náði hann ekki neinu stjörnusæti.

image
image

Og stýrið hélst snjóhvítt allt rallið.

Eftir að hafa ekið samtals 37 klst. 38 mínútur og 30 sekúndur (að meðtaldri eins klukkustundar og þriggja mínútna refstitíma) lenti hann í 61. sæti í keppninni.

Flestir keppnisbílarnir á undan voru sérhannaðir bílar til aksturs utanvega eins og Jeep Wrangler, AM General M998 og Toyota 4Runner en Meyers Manx á upphækkaðri Beetle (Bjöllu) komst líka í mark.

image

VW ID.4 var valinn Bíll ársins af Bandalagi Íslenskra Bílablaðamanna nú í júní. Við hjá Bílablogginu erum einmitt að vinna að verkefni er lýtur að því að skipta úr bil með hefðbundinni brunavél yfir í rafamagnsbíl. Við ökum á Volkswagen ID.4 í því verkefni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is