Nissan Juke settur í rallýbúning!

Það var fyrir 50 árum að Nissan stimplaði sig rækilega inn í rallý heiminn með einum frægasta sigri sínum, í East African Safari rallinu á hinum goðsagnakennda Datsun 240Z.

Til að minnast þessa hefur Nissan sett Juke í búning rallýbíls sem kemur reyndar ansi vel út.

image
image

Til minningar um Datsun 240Z

Til að minnast þessa toppárangurs frá árinu 1971 hafa hönnuðir Nissan notað Juke sem útgangspunkt í öflugan rallýbíl sem erfa á kosti ættingja síns, 370Z sem kynntur var árið 2009 og þess nýja sem frumsýndur verður nú í ágúst.

image
image
image

Kraftalegur ásýndum

Sýnilega er bíllinn mun hærri, á risatúttum og eflaust með nýjum fjöðrunarbúnaði en frekari upplýsingar um undirvagninn liggja ekki fyrir. Í stað 210 hestafla sex sílindra bensínvélar forverans verður Juke-inn líklega dirfinn áfram með blendings drifrás, bensín/rafmagn.

image
image

Ekki á leiðinni

Það bendir hins vegar ekkert til að þessi rallýbíll verði í boði hjá umboðum á næstunni. Annað eins hefur þó gerst því Nissan hefur búið til fimm stykki af Juke-R sportútgáfu með GT-R, V6 vél.

Svo það er aldrei að vita nema rallý útgáfan verði að veruleika.

image

Þessi er ansi öflugur. Hann á að vera til í fimm eintökum.

image

Gripz hugmyndabíllinn þótti svipa til jepplings.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hönnun Z línunnar hefur verið yfirfærð á jeppling. Ef við spólum aftur til baka til ársins 2015 kynnti Nissan hugmyndabíl sem þeir nefndu Gripz og átti að kalla fram „minninguna“ um sportbílinn 240Z.  Þó margir hefðu haldið að þessi hugmynda útgáfa yrði framleidd og taka við kyndlinum af 370Z varð ekkert úr því.

Byggt á umfjöllun Autoblog

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is