Fjórhjóladrifinn laugardagur hjá Toyota

Það var margt um manninn hjá Toyota í Kauptúni í dag. Tilefnið var stórsýning á kvartett þeirra hjá Toyota í fjórhjóladrifnum farartækjum.

Glæsilegur og splunkunýr Toyota Highlander

Splunkunýr Highlander var kynntur til sögunnar í fyrsta skipti á Íslandi. Highlander bílinn er boðinn í Hybrid útgáfu með 244 hestafla vél og uppgefin eyðsla er um 5.1 líter á hverja 100 km. Það verður að teljast vel sloppið fyrir svo stóran bíl.

Highlander er með sæti fyrir 7 manns. Verð er frá 10.690 þús.

image

Splunkunýr Toyota Highlander.

image

Vel þekktir jaxlar uppfærðir

Einnig voru kynntar nýjar og uppfærðar vélar í vel þekktum jöxlum en Land Cruiser og Hilux koma með nýrri 2.8 lítra díselvél sem gefur um 204 hestöfl. Land Cruiser er boðinn frá 9.840 þús. og Hilux frá 7.090 þús.

image

Nýjar, kraftmeiri og grænni vélar kynntar í Land Cruiser og Hilux.

image
image
image
image

Þá mátti sjá RAV4 í bæði hybrid og Plug-in-hybrid á sýningunni en Plug-in-hybrid bíllinn var kynntur til leiks hjá Toyota nýlega. Sá bíll er ákaflega vel heppnaður, kraftmikill og hagkvæmur í senn. Árið 2019 var Toyota RAV4 söluhæsti sportjeppi á heimsvísu.

image

RAV4 er vinsæll sportjepplingur.

image
image

Tvö sett í sama húsi

Í ljósi COVID-19 þarf að passa að sóttvarnareglum sé fylgt en þeir hjá Toyota í Kauptúni voru með sýningarsvæðið hólfað niður og talið var inn í húsið. Þannig voru í raun tvær sýningar með tvöföldum sýningarflota í hólfuðum sal. Til fyrirmyndar hjá Toyota á Íslandi.

image

Tvær alveg eins sýningar í tveimur hólfum í Toyota Kauptúni í dag.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is