MG horfir til eldri tíma með Cyberster rafmagnshugmyndabílnum

    • Vísbendingar um hönnun sem byggir á fyrri tíma sýna hvernig nútíma MG sportbíll gæti litið út
    • Verður frumsýndur á bílasýningunni í Sjanghæ 19. apríl

MG Motor endurskoðar hefðbundna fortíð sína fyrir sportbíla með Cyberster rafknúna Roadster hugmyndabílnum sem er bresk hönnun.

Hugmyndabíllinn notar vísbendingar um hönnun frá fortíð merkisins til að sjá hvernig nútímaútgáfa af MG sportbíl gæti litið út. Bíllinn verður afhjúpaður á bílasýningunni í Sjanghæ 19. apríl.

Tveggja sæta roadster með opnum toppi er með hringlaga ljós til að rifja upp klassíska MG eins og MGA 1955 en að þessu sinni eru þau felld inn í yfirbygginguna. Ljósin opnast þegar kveikt er á þeim til að geaf þau áhrif að bíllinn sé að vakna.

image

LED ljósarönd liggur eftir báðum hliðum bílsins í stílbragði sem vörumerkið kallar leysibelti.

Aftari endinn er lóðréttur til að gefa honum styttan „Kamm-enda“, hönnunaraðgerð sem jafnan er notuð til að bæta loftfræðina. LED ljósin að aftan eru hönnuð til að minna á Union Jack fána Bretlands.

image

Cyberster hugmyndin er með klassískum hringlaga aðalljósum ásamt mjóu grilli.

Cyberster var búið til af háþróaðri hönnunarstofu SAIC, eiganda MG í London sem var opnuð árið 2018.

„Sportbílar eru lífæð erfðaefnis MG og Cyberster er gífurlega spennandi hugmynd fyrir okkur,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Sagt er að bíllinn sé með hröðun úr 0 í 100 km / klst á innan við 3 sekúndum og geti ekið allt að í 800 km á einni hleðslu.

image

Afturendinn á Cyberser er lóðréttur til að gefa honum „Kamm-tail“ hönnunarútlit sem notuð er til að bæta loftaflfræðina.

Cyberster nafnið sameinar orðin „cyber“ og „roadster“.

Cyberster er annar sportbílahugmyndabíllinn frá MG á seinni árum, í kjölfar E-Motion Coupé árið 2017.

E-Motion var fyrsti sportbíllinn sem MG Motor sýndi síðan hann hætti að smíða TF tveggja sæta sportbílinn árið 2011.

(Automotive News Europe – myndir frá MG)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is