Langar þig í frábæran rafsportbíl?

Formáli

Flest þekkjum við sögur af fólki sem hefur skarað fram úr í vísindum, viðskiptum, tækni o.s.frv.. Þetta er oft fólk sem maður les oftast um í sögubókum.

image

Sumt af þeim á það sammerkt að vera engir afburðanemendur í skóla en blómstra þegar þau fara að gera hluti sem þau hafa óbrennandi áhuga á.

Sá sem fjallað verður um hér er enginn annar en Mate Rimac! Hvað meinarðu með því að þú hafir aldrei heyrt á hann minnst?

Reyndar vissi ég ekkert um þennan mann fyrr en nýlega þannig að ég get lítið sagt.

image

Í stuttu máli er hann margverðlaunaður uppfinningamaður og frumkvöðull sem hefur einnig hlotið margar viðurkenningar m.a. valinn einn af 30 bestu frumkvöðlum undir þrítugu árið 2017 af Forbes Magazine.

Mjög viðkunnanlegur maður sem er ekkkert að trana sér fram en lætur frekar verkin tala.

Hver er maðurinn?

En reynum aðeins að fræðast um þennan unga Króatíska ríkisborgara. Hann fæddist 12. febrúar 1988  í Bosníu og Hersegóvínu sem þá var í Júgóslavíu.

image

Hinn ungi Mate var enginn afburðanemandi í skóla en undi sér vel einn í bílskúr fjölskyldunnar en þar vann hann að eigin verkefnum sem áttu öll það sameiginlegt að vera á tölvutækni-, rafmagns- eða rafeindasviði. Þegar hann var orðinn aðeins eldri var hann hvattur af prófessor sínum til að taka þátt í keppni sem hann vann honum sjálfum til hinnar mestu furðu.

En þar fann hann bragðið af velgengni og árangri, fékk sjálfstraust og þá varð ekki aftur snúið.

Þegar Mate Rimac var 18 ára árið 2006, keypti hann 1984 árgerð af BMW E30 323i til að keppa í kappakstri enda hafði hann alla tíð verið heillaður af bílum og langaði að keppa. Þetta þótti honum vera einfaldasta og ódýrasta leiðin fyrir sig til að láta drauminn rætast. En eftir að bensínvélin sprakk þá ákvað hann að breyta bílnum í rafbíl innblásinn af uppfinningum Nikola Tesla sem var og er átrúnaðargoðið hans.

image

Eftir uppfærslur og endurbætur með hlutum sem hann smíðaði sjálfur varð bíllinn hraðskreiðari og fór að vinna keppnir. Sem náttúrulega vakti athygli á honum og rafbílum.

Bílinn setti mörg FIA og Guinness heimsmet. Mate ákveður í kjölfarið að stofna fyrirtæki sem hann kallaði VST Conversions (v=s/t er formúlan eða jafnan fyrir hraða) en það breytti hefðbundnum bílum í rafbíla.

Rimac Automobili stofnað

Árið 2009 í september þegar Mate var 21 árs gamall stofnar hann Rimac Automobili á grunni VST.

image

Það er almenn vitneskja að fyrirtækið er að vinna með eða er að framleiða hluti fyrir Porsche, Hyundai, Kia, Renault, Jaguar, Aston Martin, SEAT, Koenigsegg og Automobili Pininfarina. Þetta er ekki endilega tæmandi listi því Rimac gæti verið að vinna bak við tjöldin með fleiri fyrirtækjum.

Raf-ofursportbílar

Hér kemur það sem ég er spenntastur fyrir.

image

Til að afla fyrirtækinu tekna neyddist Mate Rimac til að taka að sér verkefni fyrir önnur bílafyrirtæki en þau voru t.d. hönnun rafgeyma, rafmagns aflrásir og jafnvel heilu bílana. En á sama tíma var verið að hanna og smíða sportbíla sem hlutu nafnið Rimac Concept_One.

Hámarskdrægni er áætluð 647 km á NEDC og því er haldið fram að sé bíllinn keyrður tvo heila hringi á Nürburgring þá hafi það sáralítil áhrif á aflið.  

C_Two er með tækni sem gerir honum kleift að vera 4. stigs sjálfkeyrandi bíll. Þessi bíll er hlaðinn tækni sem er hönnuð og smíðuð innan fyrirtækisins.

Þetta er mjög spennandi sportbíll.

image

Leggið inn pantanir núna því bíllinn verður framleiddur í takmörkuðu upplagi!

Skoðið svo endilega þetta myndband.

Greyp Bikes

Þú hélst að þú værir sloppinn, lesandi góður, er það ekki? Ekki aldeilis því það er aðeins meira sem ég vil segja þér.

Mate Rimac stofnaði systurfélag við Rimac Automobili sem heitir Greyp Bikes árið 2015 og framleiðir rafhjól.

Markmiðið er að framleiða háafkasta rafmagns reiðhjól sem Mate Rimac „ætlar að nota til að breyta heiminum“. Vonandi til hins betra.

Eftir að hafa talið í veskinu sýnist mér að ég hafi kannski efni á því að kaupa Greyp rafhjól.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is