Geggjaðir glæsivagnar á uppboði

Í rúm 50 ár hafa áhugasamir bílaunnendur flykkst á Barrett-Jackson bílauppboðin. Barrett-Jackson er einn stærsti og þekktasti uppboðsaðili fyrir bíla sem safngripi.

image

2022 Hummer EV.

5 milljónir dollara til góðgerðarmála

Söluandvirði bílanna rennur óskipt til góðgerðarmála. Um 500 þúsund manns fylgdust með uppboðinu og heildarsöluandvirði bíla á uppboðinu í ár var um 5 milljónir dollara.

image

Ford Mustang Mach 1.

Rafgmangs Hummerinn stal senunni

Allir bílarnir sem boðnir voru upp seldust fyrir sex stafa tölur en sigurvegarinn, sá sem halaði stærstu fjárhæðina inn var hinn glænýi Hummer árgerð 2022, rafbíll en hann fór á 2,5 milljónir dollara.

image

Bronco - fádæma vinsæll, jafnvel áður en hann kemur á markað.

Nýi Broncoinn stóð sig einnig vel og fór á rúma milljón dollara.

Þessir seldust á neðangreindar upphæðir:

    • GMC Hummer EV: 2,500,000 dollara
    • Ford Bronco: 1,075,000 dollara
    • Ford Mustang Mach 1: 500,000 dollara
    • Ram 1500 TRX Launch Edition: 410,000 dollara
    • Cadillac CT5-V Blackwing: 265,000 dollara
    • Cadillac CT4-V Blackwing: 165,000 dollara

image

RAM 1500 TRX Launch Edition.

image

Cadillac CT5-V Blackwing.

image

Cadillac CT4-V Blackwing.

Gamlir og góðir en rándýrir

Þrátt fyrir að Hummerinn hefði farið á 2,5 milljónir dollara var hann ekki dýrasti bíllinn á svæðinu.

image

Shelby Cobra 427 Super Snake árgerð 1966.

Heiðurinn af þeirri nafnbót á Shelby Cobra 427 Super Snake árgerð 1966 sem eitt sinn var í eigu hins eina sanna Carroll Shelby. Hann fór á 5,5 milljónir dollara, sömu upphæð og hann seldist á árið 2007.

Annar bíll sem fór á nærri því sömu upphæð og Hummerinn var uppgerður Ferrari 275  GTB/4 árgerð 1967 en hann fór á rétt tæpar 2,5 milljónir dollara.

Svona á að safna fé til góðgerðarmála!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is