Rétt lullast áfram

Þeir sem versla sér nýjan Dodge Challenger eða Charger með stóru V8 vélunum eru að sækjast eftir öflugum og kraftmiklum bílum sem geta farið hratt. Hins vegar fer illa fyrir þeim sem reyna að stela slíkum bílum eftir að Dodge kynnti nýjan eiginleika bílanna en það er svokallaður öryggishamur.

image
image

Pinnið á minnið

Kerfið virkar þannig að eigandinn velur sér PIN númer líkt og við gerum til að nota greiðslukortin okkar. Þennan kóða verður að slá inn áður en bílnum er ekið af stað og ekki er mögulegt að nýta öll hestöflin nema að kóðinn sé notaður.

image
image

Aðeins 2,8 hestöfl

Ef svo illa vildi til að lyklum bílsins hefði verið stolið sér öryggiskerfið um að vélin skili ekki fleiri hestöflum en 2,8 og minna en 30 Nm togi. Þetta ætti að gefa þjófnum tækifæri til að yfirgefa ökutækið eða þá að hann yrði fljótlega stöðvaður af laganna vörðum.

image
image
image

Þessi nýi búnaður verður ekki aðeins boðinn í nýjustu gerðum Dodge Challenger og Charger heldur geta eigendur annarra vélargerða eins og 6,4 lítra eða Supercharged 6,2 lítra V8 vélanna frá 2015 einnig fengið þetta sett í bíla sína. Dodge ætlar að bjóða ísetninguna frítt en þeir sem ætla sér í þessar breytingar verða að hinkra aðeins fram á vorið því Dodge menn verða ekki tilbúnir með búnaðinn fyrr.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is