Mercedes kynnir nýjan Maybach S-Class

Mercedes-Benz er að samstilla samkeppnina í flokki „ofurlúxusbíla“.

Verðlagning hefur ekki verið gefin upp.

image

Mercedes-Maybach S-Class er með Maybach-stuðara, grill og tvílita málningu.

Maybach S 580 4MATIC fólksbifreiðin er knúin 4,0 lítra V-8 vél með tvöföldu túrbó sem er 496 hestöfl. Vélin er búin EQ Boost, sem veitir allt að 21 hestöfl til viðbótar í stutta spretti.

image

Mercedes hefur selt meira en 60.000 Maybach S-Class fólksbifreiðar á heimsvísu síðan 2015. Kína er vinsæll markaður og nam salan þar meira en 8.400 eintökum á síðasta ári.

„Eigendur vilja ekkert minna en það besta og aðeins fáar tegundir reyna jafnvel að vera með á þessu sviði,“ sagði Fiorani.

Mikil þægindi

Mercedes er að staðsetja Maybach S-flokkinn sem fólksbifreið til að vera keyrður í. Áherslan á þægindi í aftursæti beinist beinlínis að vel stæðum kaupendum í Kína sem horfa til lengri gerða hjólhafs fyrir þarfir sínar í vali á bíl.

Innréttingin í Maybach S-Class er byggð á nýrri hönnun innanrýmis í Mercedes-Benz S-Class 2021.

image

Fimm skjáir sem eru staðalbúnaður eru í bílnum, þar á meðal 12,3 tommu mælaborðsskjár og 12,8 tommu OLED margmiðlunarskjár með snertiskjá.

Endurhannaði Maybach S-Class er búinn næstu kynslóð af MBUX upplýsingakerfi Mercedes, 30 hátalara 4D „surround“ kerfi og vísun upplýsinga í sjónlínu ökumanns.

Farþegar í aftursætinu geta tekið myndsímtöl með Zoom í gegnum tvöfalda 11,6 tommu snertiskjái með hárri upplausn, sem búnir eru háskerpumyndavél og hljóðnema.

(frétt á Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is