Vetnisdrifinn Toyota Mirai „páfabíll“ smíðaður fyrir Frans páfa

    • Sérstaklega breyttur Toyota Mirai „popemobile“ eða „páfabíll fyrir hans heilagleika, með hækkuðu aftursæti og gylltum merkjum

[Ath. frétt frá 12. október 2020] Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Japan og Toyota gáfu hans heilagleika, Frans páfa, nýtt ökutæki.

image

Nýjasta gerð „páfabílsins“ fyrir Vatíkanið er byggð á vetnisknúnum Toyota Mirai, sem Páfagarður segir að muni í það minnsta ekki auka áhyggjur páfa af loftslagsbreytingum.

image

Eins og allir fyrri „páfabílar“, er þessi Toyota Mirai aðeins breyttur til að hann henti þörfum páfa. Áberandi er endurhannaður afturendi með upphækkuðu sæti og öryggisbúri, sem gerir fylgjendum páfa kleift að sjá hann skýrt þegar hann birtist opinberlega.

image

Það er líka LED-lýsingarkerfi, par af fánum Vatíkansins á fánastöngum á frambrettunum, nokkur gyllt merki Vatikansins og þrep til þæginda sem fest eru við afturhurðina til að veita páfa greiðan aðgang að aftursæti ökutækisins.

image

Toyota Mirai er knúinn af 153 hestafla rafmótor, sem knúinn er með vetnisrafmagni. Fyrirtækið segir að aflrásin veiti hámarksdrægni í kringum 500 km - og þar sem aflrásin framleiðir rafmagn með því að sameina vetni við umhverfisloftið, þá er eina losunin sem fer frá „púströrinu“ vatn.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is