Nýjungar sem gerðu nútímabílinn betri

Í áranna rás hefur bíllinn, líkt og önnur mannanna verk, þróast mikið og er að mörgu leyti töluvert frábrugðinn fyrstu bílunum í upphafi bílaaldar.

1. Aurbrettin felld að bílnum

Við skulum byrja á því augljósa: Hvað um þá staðreynd að bíllinn þinn er ekki með aðskildar aurhlífar eins og Packard á tímum Gatsby? Heiðurinn að þessari byltingarkenndu breytingu á ítalska fyrirtækið Cisitalia, sem kynnti 202-bílinn árið 1946. Í 202 fjarlægðu þeir boga aðskilinna aurhlífa og uppréttan vatnskassann að framan og sameinuðu brettin og yfirbygginguna með einni samfelldri og flæðandi lögun.

Með betri loftaflfræði, minnkaði titringur og veghljóð og þar með var komið sniðmát fyrir nútímabíl. Það skemmdi heldur ekki að 202 var einn fallegasti bíll veraldar.

image

Cisitalia 202 frá árinu 1946.

2. Rafkerfi

Fyrsti bíllinn sem var með rafkerfi af einhverju tagi var Lancia Theta frá 1913; hann var með rafstartara og ljósum. Síðan þá hafa bílar náð aðeins lengra. Rafræn eldsneytisinnspýting varð til á sjötta áratugnum, þróuð af Bosch; með nákvæmum eldsneytismælingum sem unnu við allar kringumstæður, létu þær jafnvel blöndunga líta út eins og brunaslöngur. Rafrænar stýrieiningar og skynjarar sem gátu fylgst með afköstum vélarinnar og framkvæmt aðlögun í rauntíma og bætt skilvirkni.

Það tók smá tíma fyrir tæknina að ná áreiðanleika, en á níunda áratugnum voru bílar að þróast við hlið einkatölvunnar og nýttu sér framfarir hennar.

image

Rafeindatæknin hefur nær algerlega tekið völdin í vélarrúmi bílsins, og allt meira og minna tölvustýrt.

image

Citroen Traction Avant þótti framúrstefnulegur þegar hann kom á markað árið 1938 með framdrifi.

3. Vél að framan, framdrif

Það er grunnurinn að næstum öllum nýjum bílum í dag og það eru ástæður fyrir því. Verkfræðingar hjá Citroën, Saab og DKW komust snemma að því að með því að setja vélina og gírkassann fyrir framan framhjólin gæti það hámarkað innra pláss í bílnum og bætt grip hjólanna.

Bretarnir sem komu fram með Mini komust að sömu niðurstöðu, að vísu fyrir pínulítinn borgarbíl. Það var ekki fyrr en ítalski verkfræðingurinn Dante Giacosa snéri hugmyndinni í töfrandi hagkvæmni með litlum en rúmgóðum fjögurra dyra bíl að skipulagið var tekið upp af hverjum einasta bílaframleiðanda í dag.

4. Krumpusvæði

Öryggisatriði sem er ekki aðeins tekið sem sjálfsögðum hlut, heldur er það næstum ósýnilegt fyrir farþega bílsins - þar til það bjargar lífi þeirra. Krumpusvæðin eru upprunnin á sjötta áratugnum með þá hugmynd að stífur bíll dugi ekki. Yfirbyggingin að framan og aftan aflagast við árekstur til að gleypa öll högg og dreifa frá farþegarýminu.

Þessi einfalda hugmynd - að lokum endurbætt með tölvuaðstoð - sýnir hvernig nýir bílar geta staðist sífellt strangari prófanir.

5. Hástyrkt stál

Krumpusvæði og öryggiseiginleikar gera ekki mikið gagn ef þessi atriði eru ekki studd af grunni bílsins: hlutum úr málmi. Framfarir í málmvinnslu hafa gefið framleiðendum sérstaka blöndu af sterku stáli sem auðvelt er að stansa og sjóða, þolir tæringu, eld eða högg og með minni þyngd en heldur styrk sínum.

6. Rafdrifin drifrás (Hybrid)

Einu sinni, á fyrstu dögum hestalausra flutninga, voru rafbílar málið. Og það gæti komið á óvart að fyrsti blendings-rafbíllinn átti frumraun um það leyti: Löhner-Porsche frá 1901, sem notaði bensínrafstöð til að knýja tvo rafmótora.

Hljómar kunnuglega? Það er vegna þess að mörg rafknúin ökutæki sem eru útbreidd í dag vinna á svipaðan hátt og bílar með samsíða tækni. Tvinnbílar (sem geta keyrt á rafmagni eða bensíni jafnt) fóru af stað snemma á öðrum áratugnum. Útbreiðsla rafbíla byggist á gömlum grunni, að því er virðist.

image

Leiðsögukerfin í bílum í dag eru mun fullkomnari en þau voru fyrst þegar þau komu til sögunnar.

7. GPS leiðsögukerfi

Fyrsta GPS-leiðsögukerfið í bílnum kom til sögunnar árið 1990, í Eunos Cosmo, eingöngu í Japan. Hann var tengdur við gervitungl á innbyggðum snertiskjá og hentaði sannarlega furðulegu, fágætu, framúrskarandi flaggskipi. Síðan þá hafa leiðsögukerfi í bílum orðið jafn vinsæl og hversdagsleg og snertiskjáir með miðstöðvum hafa orðið staðalbúnaður. Nú þegar við erum öll með gervihnattaleiðsögn í vasanum getur GPS í bílnum stundum virst hægt að bregðast við og stirðbusalegt til notkunar til samanburðar.

Bílaframleiðendur hafa brugðist við með því að bjóða upp á samþættingu snjallsíma og nýjustu upplýsinga- og afþreyingarkerfin hafa sótt nokkur atriði af símaskjám okkar: klípa og aðdráttur, fljótari svörun og raddstýrðar leitir.

8. Aðlagandi skriðstillir

Ratsjárbyggðar leiðbeiningar í akstri áttu sína frumraun árið 1992 með japönsku kerfi sem varaði ökumenn við hindrunum fram undan. Síðan þá hafa þessi fjarlægðskynjunarkerfi aðeins orðið betri og þægilegri.

Aðlögun skriðstillis í dag hægir sjálfkrafa vegna ökutækja fram undan og eykur hraðar síðan aftur án þess að ökumaðurinn komi þar að málum. Tengd við hemla bíls geta þessi kerfi beitt neyðarhemlun í neyðartilvikum. Sum kerfi geta jafnvel stjórnað aðgerðum eins og að stöðva og taka af stað aftur í umferðinni, sem er ágætur kostur fyrir suma ökumenn.

image

Gírkassar nútímans eru komnir langt frá þeim gömlu þegar það þurfti að „tvíkúpla“ á milli gíra.

9. Betri gírkassar

Hér áður fyrr voru sjálfskiptingar klunnalegar, lengi að svara, eyðslufrekar, alltaf með einum eða tveimur færri gírum en sambærilegir handskiptir gírkassar.

Ekki lengur! Sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingar hafa komið til sögunnar frá keppnisbílum í bíla sem þú ert í raun fær um að eiga. Með tveimur hraðvirkum kúplum fyrir hvern oddatölu/jafna tölu gírs, gerist skiptingin innan millísekúndna.

Og í stað gíra nota stöðugt breytilegir gírkassar keðjur til að veita óendanlegan fjölda hlutfalla, sem gerir hámarks skilvirkni í afli mögulega.

10. Virk loftaflfræði

Á „gullöld“ mótorsports á sjöunda áratugnum tóku keppnisliðin þátt á þessu nýja sviði loftaflfræðinnar; Jim Hall hjá Chaparral Racing í Bandaríkjunum var sá fyrsti sem notaði stillanlega vængi, yfirbyggingu sem var hönnuð til að veita meiri niðurþrýsting og jafnvel viftu sem bókstaflega saug bílinn til jarðar. Síðan þá hafa stórbifreiðar notað sjálfstillandi vindskeiðar fyrir sama markmið: að halda bílnum við yfirborð jarðar.

11. Bílbeltin

image

Besta nýjung allra tíma?

Með þetta í huga var þetta kannski besta nýjungin sem var í raun ókeypis.

Nils Bohlin, verkfræðingur hjá Volvo, hafði eytt miklum hluta ferils síns í flugi og notaði tækni sem notuð var í þeim iðnaði til að koma með hugmyndina að þriggja punkta öryggisbelti fyrir bíla sem myndi hylja búk ökumanns sem og mittið.

Volvo kynnti þessa nýjung 1959 og árið 1963 hafði hún komist til Bandaríkjanna. En í stað þess að nýta hugsanlega mikið forskot í öryggi bílsins, kaus sænska fyrirtækið að opna einkaleyfið svo allir aðrir gætu boðið það. Milljónir mannslífa hafa bjargast vegna öryggisbelta nútíman.

Margar fleiri nýjungar

Þegar þetta var skrifað komu margar fleiri nýjungar upp í hugann; aldrifið, hemlalæsivörn, sjálfvirkur skiptir á milli háu og lágu ljósanna, en við skoðum það bara betur seinna!

Reyndar, eina nýsköpunin í bílum sem raunverulega er óumdeilanleg er bíllinn sjálfur.

Svo eru það horfnir hlutir og auðvitað nýjungarnar líka:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is