Hönnuðir skoða 125 ára sögu Skoda

Jon Winding-Sørensen hjá BilNorge fjallaði á dögunum um hvað væri að gerast hjá Skoda. Þar hafa hönnuðirnir í Mlada Boleslav skemmt sér. Í aðdraganda 125 ára afmælisins voru sumir þeirra beðnir um að velja uppáhaldið sitt úr sögunni og endurhanna það í anda ársins 2021.

Af einhverjum ástæðum hefur Skoda kallað þetta verkefni „Icons Get a Makeover“ (eða táknin endurhönnuð). En það er engin ástæða til að láta enskuna þvælast fyrir hér; þessar tillögur eru í raun alveg ferskar.

Fór aftur á upphafsreit

image

Auðvitað var einn hönnuðanna sem fór aftur til upphafsins. Ekki alveg aftur í reiðhjólin og mótorhjólin, heldur í upphaf fjögurra hjóla. Og þar sjáum við fallegan, djúprauðan bíl, svokallaðan Voiturette við hlið hins glæsilega Skoda safns. Hann er frá árinu 1905; þegar bílarnir hétu enn Laurin & Klement.

image

Innanhúshönnuðurinn Yuhan Zhang valdi þann bíl og þó að hún hafi breytt honum í opinn bíl til skoðunarferða um Prag er ljóst að hönnunin var byggð á sætinu sem er í frumgerðinni: djúpur leðursófi sem umvefur bæði bílstjóra og farþega.

image

Við sjáum þetta vel í nútímalegri útgáfu hennar, sem að sjálfsögðu ætti að vera sjálfkeyrandi, og rétt fyrir framan stóra tvöfalda sætið er hún með stóran skjá sem mun greina frá því markverðasta sem bíllinn kýs að aka fram hjá. „Eða skjárinn getur sagt þér alla söguna af Skoda,“ segir hún.

„Van“-bíll Skoda

image

Daniel Hajek minnir okkur á að Skoda smíðaði eitt sinn bíl sem í raun líktist mjög Ford Transit sendibíl. 1203 hét hann. Hann kom nokkuð seint á markað, eða árið 1968. Bíllinn birtist smám saman í mismunandi útgáfum og hefur á einhvern undarlegan hátt verið til í litlu upplagi í fjöldaframleiðslu alveg þar til fyrir fimm árum.

image
image

Hér hefur Hajek tekið grunn VW Transporter og byggt ofan á hann nútímalegan „pop-top“ húsbíl. Hann hefur einnig tilgreint rafdrif til að skapa enn betra rými inni í bílnum.

image

Hann segir að það hafi ekki verið auðvelt að finna hönnunartilvísanir úr frumgerðinni en hann telji sig hafa náð því með því að taka mið af hringlaga ljósunum á gamla bílnum.

Blæjubíll

image

Auðvitað varð einhver að velja Felicia blæjubílinn en slíka bíla má enn má sjá vel uppgerða á götum Prag, sem bílaleigubíla fyrir ferðamenn. Sannarlega glæsilegur bíll frá þeim tíma þegar enn var vottur af „uggum“ að aftan.

image
image

Þeim hefur einnig tekist að fá innanhússhönnuðinn (með meiru) Martin Leprince í lið með sér. Hann segir að eftir margar klukkustundir undir stýri einnar frumgerðarinnar hafi það fyrst og fremst verið víðsýnin sem hann varð ástfanginn af.

Það varð miðpunktur alls þessa, þaðan þróaðist hönnunin.

image
image

Og svona útskýrði innanhúshönnuðurinn þetta:

„Ástæðan fyrir því að ég vildi búa til blæjubíl var sú að það er byggingarlag bíls þar sem þú sérð bílinn bæði að innan og utan á sama tíma. Með 'fljótandi' framrúðunni og bogna mælaborðinu verða til óaðfinnanleg skil milli þess ytra og innra.“

image

Rallýbíllinn

Þá byrjum við að nálgast tíma John Haugland, sem var vel þekktur rall-ökumaður á Norðurlöndum á sínum tíma. Eða eins og Jon Winding-Sørensen hjá BilNorge segir: „Ég veit ekki hvort hann man hversu margar keppnir hann vann á Skodanum með vélina að aftan, en það er til úrval myndskeiða á YouTube sem sýna hvernig hann barðist við bíla miklu stærri og dýrari en verksmiðjusmíðaði Skodinn hans.“

Svo auðvitað varð eitt af þessum fimm táknum að vera 130 S.

image

Hér hefur Aymeric Chertier sem betur fer látið sér nægja að taka frumgerðina, sem stolt bar nafnið „Porsche from the East“, og hressa aðeins upp á útlit hennar.

image

„Að innan er þetta allt meira 2021, en ég hef á tilfinningunni að Haugland hafi notið sín þar líka. Hann var auðvitað innan í veltibúri og hér er búrið hluti af burðarvirki bílsins,“ segir Jon Winding-Sørensen.

„Augljóslega sá sem mér líkaði best við af þessum fimm,“ segir Jon Winding-Sørensen.

image

Popular frá árunum um 1930

Monte Carlo útgáfan af hinum vinsæla Skoda Popular, er lítil og glæsileg - dæmigert mið-evrópskt útlit frá árunum í kringum 1930.

image

Hér er það hönnuðurinn Ljudmil Slavov, sem talar einnig um notadrjúgan, hagnýtan glæsileika og hreinleika þegar hann talar um útgangspunkt hönnunar sinnar. En fyrst og fremst virðist útkoman vera mun stærri en Popular-bíllinn.

image
image

Einnig má nefna kúptar hliðar eins og þegar sú hönnun var efst á baugi hjá BMW. Svo er það miðugginn sem nær niður yfir skottlokið. Hann var Skoda með á bílunum sínum (og Fiat á sumum litlu bílunum sínum líka).

En lokaorð Jon Winding-Sørensen hjá BilNorge eru þessi: „Því miður er það líklega þannig að við munum aldrei sjá þessa bíla í alvörunni!“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is