Open-source hugbúnaðarlausnir fyrir bílaiðnaðinn

VW leitar nú að aðilum til samstarfs við að framleiða Open-source hugbúnað frá grunni.

image

„Það er keppni í gangi um þróun hugbúnaðar í bíla,“ sagði Senger ennfremur en það eru nú þegar fyrirtæki ótengd bílaiðnaðinum sem eru búin að byggja upp samkeppni á þessum markaði.

Thomas Ulbrich stjórnarmaður hjá Volkswagen sagði í Mars að Tesla hefði 10 ára forskot á samkeppnina í þróun hugbúnaðar. Enda Tesla langt á undan í tækni og er í raun frekar tæknifyrirtæki en bílaframleiðandi.

image

„Að koma á fót Open-source aðferðarfræði til þróunar með utanaðkomandi aðilum er alveg ný leið í okkar iðnaði,“ segir Senger. „Þetta er nánast óþekkt innan bílaðinaðarins en þetta er tækifæri og við erum á tímamótum.“

Í janúar kynnti Volkswagen Car.Software sem er sjálfstæður grunnur til forritunar fyrir bílaiðnaðinn og um leið samstarf við 3000 sérfræðinga á sviði forritunar og fjárframlagi til verksins upp á 7 milljónir evra. Árið 2025 er stefnt að því að um 10 þús manns vinni í grunninum.

„Það kemur þá í ljós hverjir vilja vera með,“ sagði Senger að lokum varðandi mögulega samstarfsaðila í stýrikerfapakkanum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is