Ný dísilvél frá Skoda: 2,0 TDI

    • Nýr Skoda Octavia einnig fáanlegur í Scout-útgáfu í haust
    • Ný 200 hestafla 2,0 TDI dísilvél fumsýnd - og það er nýjung í drifbúnaði
    • Tveimur sentímetrum meiri veghæð

image

Nýr Skoda Octavia Scout kemur á markað í haust. (Ljósmynd: Skoda)

Skoda er að útbúa nýja Octavia fyrir lítil dagleg ævintýri að sögn þýska bílavefsins Automobilwoche. Frá og með haustinu mun fjórða kynslóð stationgerðarinnar eða Kombi eins þessi útgáfa kallast hjá Scoda koma aftur í Scout-útgáfu.

Ný 200 hestafla dísilvél

Skoda er einnig að uppfæra tæknilega. Ný dísilvél verður frumsýnd í nýju Scoutútgáfunni. 2.0 lítra TDI sem er 200 hestöfl og er öflugasta dísilvél þeirra til þessa, að sögn framleiðandans.

Scout í fyrsta skipti líka með framhjóladrif

Það eru líka tvær aðrar dísilvélar með 85 kW / 115 hestöfl og 110 kW / 150 hestöfl og tvær bensínvélar: 1,5 lítra með 110 kW / 150 hestöf og mild blendingseining eðe 2,0 lítra með 140 kW / 190 hestöfl . Fram til þessa var Scout-útgáfan aðeins fáanleg með aldrifi, tvær grunngerðir véla eru nú einnig fáanlegar með framhjóladrifi í fyrsta skipti. (dpa / gem)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is