Ný kynslóð Citroen C4 Cactus mun einnig verða rafbíll

image

Citroen C4 Cactus, sem er á myndinni, verður skipt út fyrir bíl sem mun koma „með nýju útliti“, sagði forstjóri Citroen, Vincent Cobee.

PARIS – Arftaki Citroen C4 Cactus verður tilbúinn fyrir pantanir í júní, sagði forstjóri Citroen, Vincent Cobee nýlega.

Bíllinn hefur ekki enn fengið opinbert nafn, en Citroen segir að hann muni verða með fullan rafmagnsvalkost auk bensín- og dísilvéla.

Þetta verður fyrsta gerða rafbíls á CMP fjölvirkni vettvangi PSA Group sem liggur til grundvallar litlum bílum og jeppum eins og Peugeot 208 og sportjeppanum 2008.

Nýi C4 mun nota ítarlegri útgáfu af grunninum. Önnur minni og meðalstór PSA ökutæki nota EMP2 grunninn, sem er rafmagnaður með tengitvinnbúnaði.

Njósnarmyndir sem sést hafa af bílnum sýna “crossover” snið, með hallandi þaklínu og hærra skott.

„Bíllinn mun setja nýjan stíl af stað,“ sagði Cobee. „Hann mun koma með nýtt útlit á þennan hluta“.

C4 Cactus var hleypt af stokkunum sem „crossover“ árið 2014 en var endurnýjaður árið 2017, sem fjarlægði hliðarvörnina á hurðunum  og önnur einkennileg smáatriði. Gamla kynslóð C4 fimm dyra hlaðbakur, sem seldur var samhliða C4 Cactus, hætti árið 2018.

(frétt á Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is